Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 62
54
BÚNAÐARRIT
hlut, — að ekki hafi alltaf komið öll kurl til grafar
við framtöl í fardögum, ætti að vera óhætt að treysta
því, að ekki hafi sauðfjáreign um Húnaþing verið
ininni en þetta hið umgetna vor. En þá tekur að halla
undan fæti, sem enn mun sýnt verða.
Sé litið yfir framtölin í heild þennan áratug, kemur
í ljós, að meðaltal af framtöldum peningi var:
8427 hross,
2088 nautgripir og
55740 sauðkindur.
Hér hefur því drjúgum fjölgað, og má segja, að
þokist nokkuð jafnt í þá átt, þó dálílið sé það mis-
jafnt, og jafnvel nokkur fækkun komi frarn á sauðfé
1927. En næsta 5 ára skeið bendir ótvírætt til, að þá
hafi skipt um sköp. Að vísu rís sauðfjártalan þá hæst,
eins og áður segir, en hrossum og nautgripum fækkar
heldur. — Meðaltalstölur þess tímabils eru:
6865 hross,
1833 nautgripir og
69816 kindur.
Fækkar fénu nú drjúgum, því 1933 cr það eins og
áður er sagt 75873, en 1937 er það komið ofan í 62168,
og hefur því á þessu finnn ára skeiði fækkað um 13705
kindur. Er þá mæðiveikin tekin að sþenna helgreip-
um sínum um sauðfjárstofn héraðsins, þótt síðar yrði
grimmd hennar geigvænni. Athyglisvert er það, að
á þessu skeiði lækkar hrossatalan, þó ekki sé það í
stórum stíl. En sá stofninn breytir injög um svip á
næstu árum. 1938—’42 er meðalframtalið svo:
9245 hross,
2342 nautgripir og
41660 kindur.
Hér blasir við, — sem og er í fersku minni þeirra,
er glímdu við þann vágest, sem þá gisti að búum