Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 63
BÚNAÐARRIT
55
Húnvetninga, — við hvað var að etja. Og þó sýna þær
tölur, sem hér eru lagðar fram, eltki nema hlut þess,
sem fram var lagt til viðnáms. En þótt sá þátturinn,
sem tölum verður talinn, mætti hér njóta sín að fullu,
er þó einn eftir, sem aldrei verður máli mældur né á
vog veginn, — hin andlega raun þeirra, er þar báru
þyngst, fjárhirðanna, sem við þetta máttu etja dag-
lega. Margir þeirra skoða fénaðinn sem vini sína og
samherja, og verður því veiki hans andleg raun hirð-
isins, — og oft því meir, sem hann er meiri vinur
hjarðarinnar, — meiri vinur í raun hennar.
Enn sígur á sömu hlið næstu 5 árin, enda er þá kom-
ið að höfuð átökunum við fjanda þann. Framtalið
1943—-’47 — meðaltal er:
11211 hross,
2455 nautgripir og
40285 kindur.
Hér sjást og athyglisverð straumhvörf, og þó tví-
þætt. Þar fyrst, að nú er hesturinn tekinn að hverfa
frá því að vera þarfasti þjónn Húnvetninga. Nú miða
þeir hrossaeign sína við það, að hrossaslátur sé sjálf-
sagður koslur á matborðum þjóðarinnar. Vinnuhestur-
inn fjarar út öruggum og drjúgum skrefum, en jafn-
framt sezt þjóðin að hestinum
„sem á frekir Óðins haukar
es val vitu
olc. varmar bráðir."
Annar þessi þáttur var fórn, sem þjóðin færði, —
og færir — á altari þess alvalds í þjóðháttum, sem
nefndur er tízka. Hinn var nauðvörn.
Um þetta leyti var og að gerast bylting í húnvetnsk-
nm búnaðarháttum á öðrum vettvangi. Nú var að
hefjast undirbúningur að stofnun mjólkurvinnslu-
stöðvar á Blönduósi, fyrir forgöngu samvinnufélag-
anna. Sú fjölgun nautgripa, sem átti sér stað frá