Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 64
56
BÚNAÐARRIT
1932 til 1944, var að mjög verulegu leyti fólgin i
gripum, sem aldir voru til slátrunar. Þeir eru því
ekki mjólkurgripir, heldur aðeins lagðir í kjötfúlgu
þjóðarinnar. Að vísu fjölgar þá lalsvert fólki í kaup-
túnum héraðsins, og fylgir þeirri fjölgun vaxandi
áhugi fyrir ræktun í umhverfi þeirra og búfjárrækt,
þó einkum nautgripa, En það, sem þar fjölgaði af i
mjólkur kúm, var ekki allt hreinn gróði fyrir héraðið,
því jafnframt sneiddist af byggðinni á öðrum stöðum.
En þegar hafinn var undirbúningur að stofnun
mjóllturbús á Blönduósi, l)reylti þetta mjög um svip.
Frá 1945—’48 fjölgar kúm úr 1416 í 2036 og ungvið-
um úr 503 í 1210. Þess ber að gæta, að drjúgur hluti
þess ungviðis, sem í uppeldi var 1944, var beinlínis
ætlaður til slátrunar. En sú varð og reyndin 1948, því
þrátt fyrir ])elLa mikla viðeldi fækkaði kúm heldur
eftir það, enda voru þá vaknaðar vonir um viðhlitandi
úrlausnir með ærstofninn. Nú mun mjög lítið í eldi
af ungneytum, sem ætluð eru til slátrunar. Nautgripa-
stofninn er í aðaldráttum aðeins mjólkur kýr og við-
eldi þeirra, enda takmarkar fóðuröflun mjög slíkt
uppeldi til kjötsölu. Þar mun nú önnur leið hakvæmari.
Fyrir hendi eru ekki framtöl síðustu tveggja ára.
En nærri lagi mun, að framtalið 19t>2 hafi verið:
8500 hross,
2800 nautgripir og
50000 kindur.
Sést af þessu, hvert nú er horft. Hrossum er tekið
að fækka, þó ekki gangi sú fækkun hratt. Nautgrijpir
haldast nokkuð líkt, en sauðfé fjölgar. En þar hefur
orðið illvígt sker á lciðinni. Kölin í túnunum — og þó
einkum nýræktum — hafa mjög þyngt fyrir fæti, og
þó hér sé elcki unnt að sanna það með tölum nú, er
víst, að heyfengur varð allmjög undir því, scm öll rök
hnigu að. Varð því vorið 1952, sem cnn er i fersku
j