Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 65
BÚNAÐARRIT
57
minni vegna kulda og gróðurleysis mörgum húnvetnsk-
um bónda þungt í skauti. Þó er þar sú bót í máli, að
yfirleilt varð afkoma búpenings allgóð, — og víða
ágæt. En hér sem áður mun of djörf ásetning hafa
hefnt sín.
Mjóllcursalan hefur drcgizt nokkuð saman, og kemur
töðuskorturinn þar glöggt í ljós. Þó virðist ekki lík-
legt, að framleiðsla hennar taki miklum breytingum,
ef þolanlega gengur mcð öflun lieyja. En eins og nú
horfir, virðist óvíst, hve eftirsóknarverð aukning er,
ef ekki opnast víðari vangur fyrir sölu þess, sem úr
henni er unnið.
Bústofnsauki Húnvetninga beinisl nú mjög að
stækkun sauðfjárbúa, enda er vist, að þar eru fyrir
hcndi geysi verðmæti, sem ekki eru fullnýtt. Eins og
er, strandar mikil fjöígun á fóðuröflun. Þó til kjarn-
fóðurkaupa sé nú gripið, til að auðvelda þann róður,
verður að vona, að sú lausn sé stundarfyrirbrigði eitt.
Fóður af ræktuðu landi verður að vera sá grunnur,
sem húnvetnsk húfjáreign verður að hvila á i fram-
tíðinni, enda standa allar vonir til, að skammt sé að
þeirri lausn.
Afurðir.
Allir, sem þekkja til íslenzks landbúnaðar, vita, að
þar hefur aldrei skapazt ófrávíkjanlegt lögmál unx
hlutfall milli hústærðar og afurðamagns. Hitt er og
þekkt, að afurðir hjarðarinnar í hlutfalli við stærð
hennar, þ. e. meðalafurðamagn einstaklings, hefur
stundum lent í öfugu hlutfalli við stærð hennar, og
veldur að sjálfsögðu margt. Við athugun blasa við
byltingar frá ári til árs. Og þó sú lcrafa sé fyllilega
réttmæt á hendur búandliðum, að til þeirra kasta komi
að jafna metin fyrir móður náttúru að nokkru, er þess
ekki að vænla, að það náist að fullu. Enginn fjárliirðir
ræður við áhrif vorhreta, þegar nýlniið cr að relia