Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 67
BÚNAÐARRIT
59
slíkar, eða jafnvel vel það. En þess ber að gæta, að
allvítt land er fyrir liendi á öllum þeim geysivíðernum,
sem heiðarnar eru, sem sauðkindin ein er fær um að
gera þjóðinni að verðmætum. Þau eru því einskis
virði meðan svo helzt sem nú.
Þegar staldrað er við sauðfjáreign og afurðir þessa
tímabils, er ekki unnt að komast hjá að minnast
mæðiveikinnar nokkru meir en þegar hefur verið
gert. Hér er þó elcki unnt að færa full rölc að því
geysitjóni, sem hún olli hér um héraðið. En sýna
má nokkur dæmi:
Árið 1943 eiga Húnvetningar 34359 ær og 14993
gemlinga. Af þessum ærhóp iifði vorið eftir 32860.
Alveg er óhætt að fullyrða, að haustið 1943 hefur
ekki verið slátrað nokkurri kind, sem ekki var vo-
metatetur. Á þessum árum sá mæðiveikin fyrir því,
að Húnvetningar þurftu ekki að gera sér rellu út af
gamalám, svo óhætt er að eigna mæðiveikinni lang-
mestan hluta af þessu hruni.
Á það má enn benda, að sauðfjáreign héraðsins
fellur úr 75873 niður í 23078. Að vísu rálcu fjárskiptin
smiðshöggið á þessa fækkun. En hvað sem því líður,
er það staðreynd, að fjártala Húnvetninga komst
þetta lágt fyrir atbeina þessa vágests. Bezt sést hlutur
þeirra í þessum skiptum, þegar þess er gætt, að 1933
eiga Húnvetningar 10.4% af sauðfjáreign landsmanna,
en 1948 eiga þeir aðeins 5.08%, og þó hafði sauðfénu
fæklcað um 274 þús., eða 36.64%. Húnvetningar áttu
þá lieldur ekki nema 30.4% af þeirri fjártölu, sem tal-
inn var fram vorið 1933.
Mjög hefur þeim stofni, sem fram var talinn 1948,
þokað fram á síðustu árum. 1950 er fjárstofninn
orðinn 42540 og mun nú eins og áður segir, vera
orðinn um 50 þúsund. Vaka því bjartar vonir um, að
enn um langt skeið megi í hlut húnvetnskra bænda
falla það augnayndi, að sjá þar „una hátt í hliðum,