Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 68
r>0
BÚNAÐARRIT
hjarðir á beit með lagði síðum“. Verður það þeim þó
ekki augnayndið eitt, heldur og það bjargráðið, sem
hezt mun gagna þeim til efnahagsöryggis. Mætti þessi
saga gjarnan verða til þess, að Hiinvetningar — og
þó gjarnast landsmenn allir — yrðu þessara ótíðinda
svo minnugir, að inannvit og orka framtíðarinnar
yrði í það lögð heils hugar, að rækta það, sem við
eigum ágætast í oltkar eigin bústofnum. Það, sem
á því sviði hefur hezt verið unnið meðal þjóðar vorrar,
hefur aldrei hrugðizl um hagsbætur. En loforðin, sem
gefin hafa verið um skjótfenginn gróða af innflutlum
húfjárstofnum hafa æ til þessa reynzt glapyrði ein.
Eins og áður er að vikið, er nú mjög breytt um
svip með hrossaeign héraðsins. Nú eru ekki aldir þar
upp „stigháir fákar“, sem „á völdum vegi vagga
skiftri mön,“ eins og Stefán frá Hvítadal komst að
orði. Nú er það aðeins undantekningar, að húnvetnskir
gæðingar þyngi sjóði eigenda sinna og uppalenda.
ÖIl eða a. m. k. nær því öll hrossaeign héraðsins
er miðuð við sláturdýr, og missir þá íþrótt hestsins,
og unaður sá, er hún vakti, gildi sitt. En því verður
ekki neitað, að hrossaslátrun hefur fært drjúgan
gjaldeyri í lninvetnsk bú hin síðari árin. Virðist það
nú höfuð hlutskipti gæðingsefnanna. Fyrir kröfum
tímans og tízkunnar verða allir að beygja sig, — jafn-
vel gæðingarnir. En þeim hefur verið fórnað fyrr.
Mjólkurframleiðsla héraðsins hefur löngum verið
við það eitt miðuð, að það væri sjálfu sér nógt um
neyzlumjólk. Á síðustu árum hefur þetta breytzt til
muna. Framtalin mjólk síðari hluta mæðiveikiár-
anna, áður en Mjólkursamlag Húnvetninga á Blöndu-
ósi tók til starfa, var allmiklu hærri en ætla má að
hafi verið að fullu notuð til heimilanna, enda mun
nokkur smjörsala hafa farið fram, og undanrenna
þá noluð til kálfacldis. Varð þetta til talsverðra