Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 69
BÚNAÐABRIT
61
búdrýginda fyrir ýmsa, mcðan þyngst horfði um
sauðfjárstofninn. Nokkur mjólkursala var og til
kauptúnanna, þó aðeins af næstu bæjum, og eitthvað
út úr héraðinu (til Borgarness), en Iitlu mun það
hafa numið. 1946 er seld mjólk úr héraðinu talin
nema 230 þús. lítrum og 1947 235 þús. Fyrsta starfs-
ár M. H. tók það á móti 1 227 502 1., en ’49 1 800 510 1.
Sýnir þetta hve bændur voru þá undir þetta búnir,
þó sjálfsagt hafi heimancyzla mjólkur eitthvað
dregizt saman, enda mun smjörframleiðsla heimil-
anna hafa fallið niður að mestu, svo og kálfaeldi,
sem áður er bent til. — En mjólltursalan hefur
fremur dregizt saman síðan og var 1952 ekki nema
1 508 626 1. Strandar hún í fyrsta lagi á fóðurskorti,
og í öðru lagi á tregum söluhorfum á vinnsluvörum
mjólkurinnar, og í þriðja lagi á bjartari vonum um
sauðfjárstol'ninn, svo sem áður er að vikið.
Jarðargróði.
Á fyrsta skeiði þess tímabils, sem hér er gert að
umtalsefni, eru tún héraðsins talin vera 1884 ha.
ÆUa má, að sú tala sé ekki mjög fjarri réttu lagi,
því þá var nýlega innt af höndum allnákvæm mæl-
ing á túnum landsmanna. En eins og nú liagar til,
er hæpið að byggja mjög á þeim skýrslum, sem
fyrir hendi eru. Ósýnt er af þeim, hversu miklu
nemur, tapið á ræktuðu landi þeirra býla, sem fallið
hafa úr byggð þann tíma, sem hér um ræðir. Þó er
það svo, að hvort tveggja er, að ýmis þeirra áttu
smáar lendur, sem telja mátti rælctaðar, enda eru
ýmis af túnum eyðibýlanna nytjuð, a. m. k. að nafni
til, og afrakstur þeirra talinn taða, þó sú talning sé
vafasöm allvíða. Samkv. skýrslum er meðalheyfengur
áranna 1923 lil 1950 frarn talinn sem hér segir: