Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 71
BÚNAÐARRIT
63
fram að 1930 sé hver töðuhestur metinn á 80 kg inn-
veginn. En þá er breytt til og er síðan miðað við, að
hver heyhestur sé metinn á 100 kg. En samkv. athug-
un hagstofustjóra, sem bj'ggð var á framtalsskýrslum
1930, virtist töðuhestur vera nálægt 86 kg að meðal-
tali. Nú mun yfirleitt hafa verið bundið fremur smátt
band um Húnaþing, svo ætla má, að þetta sé of hátt
reiknað. Það mun og vafamál, að í framtali hafi hey-
hestur yfirleitt nokkuð vaxið að fóðurgildi síðan hætt
var að binda töðuna. Mundi gott að taka því, ef hún
liefði ekki rýrnað. En eitt er víst: Útheysfengur hefur
minnkað mjög, svo töðuaukinn er ekki nálægt því að
vera allur hreinn fóðurauki. Er þó hér að engu metinn
grunur fjölmargra bænda, að drjúgum vanti á fóður-
gildi allinikils hluta af nýræktartöðunni, og er þó
fjarri þeim, er þetta ritar, að hafa þann grun að engu.
Ekki verður með rökum talið, að garðyrkja sé
mikið rækt um Húnaþing. Því verður heldur eklci á
móti mælt, að mjög er hún affallagjörn um mikinn
hluta héraðsins. Það hlasir og við, ef skýrslur eru
athugaðar, að mjög er uppskera garðjurta misjöfn frá
ári til árs. Hæst komust kartöflur 1941 í 3557 tn.
Lægst fer hún 1923 í 321 tn. og 1943 í 350 tn. Er það
aðeins einn fimmti hluti þess, sem var tveim árum
áður, og þó laklega. En þó þetta sé affallagjörn at-
höfn, eru þeir málsverðirnir drjúgmargir, sem kart-
öflurnar hafa orðið á húnvetnskum liorðum, enda
munu þau árin fleiri, sem þær færa þá björg í bú, að
vel borgi fyrirhöfn, enda löngum „hollt heima hvað“.
Rófur hafa orðið léttari á metum oftast, enda mun
minni rækt hafa verið lögð við þær en kartöflurnar.
En nú gistir sá vágestur rófnarækt Húnvetninga, að
trúlegt er, að hún verði létt á metuin nú um skeið. Er
kálmaðkur nú kominn um mikinn liluta héraðsins,
og gerir liann þar sem annars staðar mikinn usla í
rófnagörðum. Meðaluppskera garðyrkju hefur verið: