Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 73
BÚNAÐARRIT
C.5
er að benda á j.að, a8 þá eru hestarnir nœr einu afl-
gjafarnir, sem Húnvetningar hafa j.á yfir að ráða til
sliks, þegar frá cr tekin mannshöndin. Hesturinn var
þá enn þarfasti l.jónn húnvetnskra bænda.
Frá 1938—’42 komu 53 lia á ári í rækt, og ’43 og ’47
tæplega 31 ha. Á þessu skeiði eru þó á ferli nokkrar
hjóladráttarvélar. Jafnframt skýtur þá fyrsta belta-
vélin upp kollinum. Hún kom lil jarðvinnslu sumarið
1945, en fyrstu blettirnir, sem eftir hana komu til
úttektar, voru mældir 1946. Tveggja ára vinna hennar
fellur því á þelta tímabil. Þess má j.á geta, að hún
vann meiri hluta starfs síns við túnasléttur, fyrstu
tvö árin. Samt mun hún hafa skilað af nýræktum um
8 ha á ári, eða um Vi hluta þess, sem fram kom i
héraðinu. Sýnir j.etta, að jarðvinnsla var að gjör-
þurrkast úl sem heimaiðja.
Hér kom margt til. Sennilega er sú flóðalda mann-
flutninga innan vors litla þjóðfélags, sem hernámið
og setuliðsvinnan, með öllum þeim öfgum og ólgu,
er j.ví fylgdi, olli á sínum tíma ein helzta ástæðan. Þá
rann og mæðiveikin með öllu því vonleysi, er henni
fylgdi, sem byr í segl jjessarar siglingar. Heita mátti, að
héraðið j.urrkaðist af þeim, er vinnufærir voru og ekki
Voru á einn eða annan hátt bundnir hinum nauð-
synlegustu þáttum framleiðslunnar. Vert er og að
henda á i j.essu sambandi, að á tímabilinu frá 1923
lil ’52 munu um 80 býli hafa fallið úr byggð i Húna-
vatnssýslu. í stað j.essa hafa svo aftur komið tæp
80 l.ýli, sem tekin hafa verið til endurbyggðar, eða
i'eist sem nýbýli. Ótalin eru j.ó hér j.au býli, scm
reist hafa verið sem nýbýli innan takmarka kaup-
túnanna, á lendum þcim, sem kauptúnunum hafa
vorið markaðar. Þau geta tæpast talizt til fullgildra
oýbýla, enda mörg þeirra reist á þeim grundvelli,
oð eigendur þeirra stundi meira eða minna önnur
störf en landbúnað. Mundu j.vi að réttu lagi geta
5