Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 74
B Ú N A Ð A R R I T
66
talizt grasbýli, eins og það orð hefur verið skilið
um aldir.
Megin hluti þeirra býla, sem tekin hafa verið til
endurbyggðar, hafa verið tekin eftir 1946. Nýbýlin
voru aftur á móti nokkur reist áður. En jafnframt
því, sem býli hafa verið tekin til endurbyggðar á
síðustu árum, er nú mjög uppi áhugi um nýbýla-
stofnanir víða um héraðið, enda er nú rétt til sliks
styrktarhönd af hálfu hins opinbera, með samþykkt
laganna um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar
í sveitum frá 29. apríl 1946.
Á árunum 1948 til ’52 er mældur túnauki í Húna-
þingi 674 ha. Sjást þar gjörla áhrif ræktunarsam-
bandanna. Telja má, að höfuð áhrif búnaðarsam-
bandanna i þessu efni hefjist með stofnun og starf-
rækslu ræktunarsamtakanna. Áður en þau voru
stofnuð, höfðu búnaðarsamböndin engar vélar á sin-
um vegum. Hið eina, sem þau gerðu fyrir þau mál,
voru lítils háttar fjárstyrkir til dráttarvéla þeirra,
sem keyptar voru. Þeir slyrkir voru yfirleitt lilils
virði, enda ekki um digra sjóði að ræða þá, á vegum
búnaðarsambandanna. Þau skref, sem síðan hafa
verið stigin, eru slík, að annars er ekki að vænta
en nokkurra bláþráða kenni á svo teygðum lopa.
Sumarið 1945 kom fyrsta skurðgrafan hingað i
Húnaþing. Þó koma hennar rnarki ekki út af fyrir
sig djúpt spor í ræktunarsögu héraðsins, virðist auð-
sætt, að þar verði þó við staldrað i framtíðarsögu
húnvetnskrar jarðræktar. Húnvetningar eiga yfir
geysi víðernum að ráða af mýrum, sem mjög er að-
kallandi að þurrka. Að sjálfsögðu er margt af þeim
ágæt ræktunarlönd, þó þar geti brugðið til beggja
skauta, þegar úrskurðir reynslunnar eru fyrir liendi.
En hversu sem þær kunna að reynast til ræktunar,
er víst, að verðmæti þeirra vex mjög við þurrkun,
og mun naumast lil sá mýraxblettur í byggð, sem