Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 78
70
BÚNAÐARRIT
gripa sé minna nú en t. d. 1948 til ’50, og mundi það
rýra ásetninginn í fjósunum. Sé þetta allt athugað
ofan í kjölinn, er líklegt að í Ijós komi, að Húnvetn-
ingar séu litlu — eða jafnvel engu — nær þvi marki,
sem allir unnendur islenzks landbúnaðar þrá að náð
verði: öruggari fóðurtryggingu. — Að vísu skal játað,
að um einn þátt hefur ekki verið getið, sem nú er
orðinn drjúgvirkur í íslenzkum búnaðarháttum, þ. e.
kjarnfóðrið. En trúlegt er, að fjárhag ýmissa mundi
að því borgnara, að komast minna í snertingu við það
en raun hefur gel'ið vitni, a. m. k. þegar til þess þarf
að grípa sem höfuðfóðurs, þegar norðan blæs á útmán-
uðum, jafnvel þó heiðnyrtur sé, hvað þá þegar fastar
er fylgt. Þótt rétlmætt kunni að vera að grípa til kjarn-
fóðurs sem fóðurbætis til tryggingar fullnýtingar á
afurðahæfni ýmissa tegunda húfjár, mun því þó ósvar-
að, hve réttmætt það er frá þjóðhagslegu sjónarmiði,
þegar um framleiðsluvöru cr að ræða, sem þegar hefur
fyllt innlendan markað, en á engar söluvonir á erlend-
um vettvangi. — Svo virðist nú um mjólkina. En þegar
svo er komið, virðist engin goðgá að spyrja: Er rétt-
mætt að fcsta erlendan gjaldeyri í innkaupum þessarar
vöru, þótt fyrir það kunni að mega hækka eitlhvað
meðalnyt kúa, og jafnvel stórhækka methafana í
mjólkurhæð? Er einmitt ekki ástæða til þess fyrir
þjóðfélagið í heild að leita svars við því, á hvern hátt
það geti bezt búið að sínu? Kynni það svar og að geta
orðið engu síður athyglisvert fyrir einstaklingana,
enda skapa þeir þjóðina. En hvað sem þessum bolla-
leggingum líður, mættu Húnvetningar — og raunar
landsmenn allir — vera þess minnugir, að það eitt, að
reka stórbú, nægir elcki til að reka menningarbúskap.
Hann hvílir m. a. á þeirri staðreynd, að einn höfuð
hornsteinninn undir þeim búrelcstri, sem er samhæfð-
ur menningu og tækni samtíðar vorrar og framtíðar,
er það, að geta horft án þess að blikna eða blána við,
1