Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 79
BÚNAÐARRIT
71
kaldari gusti um garðana, eitt vorið en annað, jafnvel
þó jjað birtist sem viðauki óvægins vetrar. Að svo
megi verða, eiga Húnvetningar enn alllanga leið ófarna.
En þeir munu, — jiví miður, — ekki einir um það
íslenzkra bænda.
Húsakynni.
Ekki verður því neitað, að drjúgum skrefum hefur
jjokazt áleiðis um l)ættan húsakost um Húnajnng á
s. 1. 30 árum. En hér sannast hið fornkveðna, að
„mikið vill meira“. Þrátt fyrir það, sem unnizt hefur,
er mjög um það rætt, að hægt gangi. Sú ásökun mun
þó tæpast réttmæt. Sé augum rennt yfir jjað, sem
unnizt hcfur, verður meir fyrir að undrast, hve langt
hefur náðst. Það fjármagn, sem bundizt hefur í bætt-
um húsakosti, er á mælikvarða okkar sveitamanna
svo gífurlegt að undrun sætir.
Þó einkennilegt sé, eru ekki fyrir hendi öruggar
skýrslur um, hve mörg býli séu í Húnajnngi. 1 fljótu
bragði séð, virðist það ætti að vera auðvelt á þessari
öld skriffinnsku og skýrslugerðar að svara j>essu. En
j)að mun ekki jafnauðvelt og sýnist. Talsvert er til um
l>að, að fjölskyldur, sem saman búa, skipti jörðum
sínum í orði, j)ó þeirrar skiptingar verði lítt vart á
borði. Búskapur sá, sem rekinn er á býlinu, er hinn
sami og áður, — búin rekin sem eitl bú væri. Þó slíkt
sé ekki algengt um Húnajnng, eru þó dærni þessa þekkt
og óvíst að þau séu öll kunn þeim, sem þetta ritar.
Tilraun hcfur verið gcrð til að atliuga að nokkru
húsakynni héraðsins. Virtist þar koma í ljós, að í hér-
aðinu væru 367 býli, og væri þó að engu getið þeirra
býla, sem eru innan takmarka kauptúna hreppanna,
og ekkert eyðibýli meðtalið. Er og skipling sú, sem
áður er getið, höfð til bliðsjónar, og mun j)ó ekki tæm-
andi. Var þá jafnframt athugaðar eignarheimildir á