Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 80
72
BÚNAÐARRIT
jörðunum. Virtist þá koma í ljós, að sjálfsábúð væri
á 317 býlum, en leiguábúð á 50. Siðan þessi athugun
fór fram, hefur leiguábúðum eitthvað fækkað, þó ekki
sé það í stórum stil.
Ibúðarhús þessara býla virtust skiptast svo eftir
byggingarefni:
180 úr steini eða steinsteypu.
87 — timbri.
25 — blönduðu efni.
75 — torfi.
Freistað var að flokka húsin eftir ástandi þeirra
og nothæfni, og þá settir í I. flokk bæir, sem eru til
frambúðar og ekki líkur til að þurfi að endurbyggja
í bráð. í II. flokk bæi, sem notast má við nokkur ár,
en þurfa gxigngerðra breytinga við, til þess að verða
til frambúðar. í III. flokki lentu svo bæir, sem lítt
eða ekki eru hæfir til íbúðar, og þurfa að endui’byggj-
ast á næstu árum.
Það skal játað, að þessi flokkun kann á ýmsan hátt
að orka tvímælis, og veldur því margt. í fyrsta lagi
er svo löngum, þegar um slíka flokkun er að ræða,
að skaihmt er á milli þess, sem í tveim flokkum lendir,
og kemur margt til, þegar fram eru dregnar forsend-
ur að slíkum dómum. I öðru lagi er flokkunin gerð
í lijáverkum annríkra starfa, og því minni tíma varið
til athugana en æskilegt væiú, svo sjálfsagt hefur
sézt yl'ir margt, sem gjarnan hefði þurft að taka til-
lit til. í þriðja lagi verður slíkt mál að nokkru háð
áhrifum frá hýbýlamenningu húsráðenda, sem eðli-
lega sýnir ýmsar hliðar, þegar heilt hérað er metið.
Skal svo matið ekki afsakað frekar. En flokkunin
reyndist á þessa leið:
I I. fl. 115 bæir.
- II. — 140 —
- III. — 112 —
i