Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 82
74
BÚNAÐARRIT
skyldur hafa byggt saman og jörð verið skipt, þó tvi-
mæli kunni að vera á um það, hvort að fullu hafi verið
byggt tvíbýlishús.
Upphitun bæjanna taldist vera á þessa leið:
Kolakynt miðstöð........ á 210 bæjum
Olíukynt.................- 64 —
Rafmagnshitun ...........— 17 —
Hitaveita frá lauguin . . - 4 —
Kolaofnar ............. — 45 —
AIIs eru því hituð liíbýli manna á 340 bæjum. Eru
þá eftir 27 heimili enn, sem enga upphitun hafa aðra
en þá, sem þau eldstæði veita, sem nýtt eru eingöngu
lil eldunar matvæla.
Óskadraumur allra Islendinga, að eignast rafmagn
til heimilisnota, á enn langt i land að rætast um hún-
vetnskar sveitir. Þar er nú rafmagn frá almennings-
veitum aðeins á þrem býlum. Vatnsaflsstöðvar eru á
19 bæjum. Nokkuð er það misjafnt, hve mikil sú orka
er, sem þær gefa. Fer það eftir því, hve auðtekin og
gjöful sú orka var, sem beizluð hefur verið. Á nokkr-
um stöðum er aflið svo mikið, að það nægir ágætlega
til allrar hitunar, auk ljósa og eldunar, — og er þá vel.
— En til er og það, að það er litlu meir en til ljósa. Þótt
þar sé smærra skammtað en kosið mundi, setur það
þó sinn svip á heimilin.
Rafmagn frá olíuknúnum aflvélum var 1951 á 32
býlum. Um það rafmagn er hið sama að segja og
áður er sagt um vatnsaflsstöðvarnar, að það er mjög
misjafnt að magni. Reynslan virðist benda mjög ein-
dregið í þá átt, að þaðan sé ekki að vænta viðunandi
lausnar á rafmagnsmálum sveitanna, þótt eitthvað
kunni það að verða viðráðanlegra í bili. I höndum
almennings verða þær svikular og dýrar. Þótti það
löngum löstur í fari þeirra, er þjónustu skyldi veita,
og er ólíklegt, að dómar um það falli annan veg nú,