Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 83
BÚNAÐARRIT
75
-— jafnvel þó óskabörn samtíðar vorrar — vélarnar —
eigi þar hlut að máli.
Vindrafstöðvar til framleiðslu ljósa voru settar upp
mjög margar um slceið, hér um héraðið. Nú eru þær
flestar fallnar og hafa um fátt reynzt vel. örfáar
eru þó enn við líði. Töldust 28 vera uppi 1951, og
mun það þó oftalið. Þær munu hvergi hafa dugað
nema þar, sem með þær fóru menn, sem yfir þeim
hagleilc hjuggu að geta gert við þær, þegar þær
biluðu. Þess er og vert að minnast, að mjög mun
hafa á því borið, að varahlutir hafi ekki fengizt í
þær, og Iiefur sá viðskiptaháttur, að flytja inn vélar,
en ekki varahluti í þær, — svo alþekktur sem hann
er hér á landi, — lagt þær margar að velli.
Eina von Húnvetninga um viðunandi lausnir á
rafmagnsmálum héraðsins eru aflmiklar orkustöðvar.
Engin önnur leið er sæmilega fær. En sennilega falla
meginvötn héraðsins óbeizluð til sjávar enn um langt
skeið, — lengur en kosið mundi.
Vatnsleiðsla taldist vera á 316 býlum, og er þá átt
við sjálfrennandi vatn. Á allmörgum þeirra býla, sem
þá eru eftir, er einhver umbúnaður til að auðvelda
valnsburð, svo hann má nú heita mjög úr sögu hún-
vetnskra búnaðarhátta, og mun hann fáum, sem hann
muna, harmdauði.
Fráx-ennsli skólps i-eyndist á 293 býlum. Vatns-
salerni á 133, en bað á 65. Eiga svo sjálfsagðir hibýla-
hættir sem bað örðugra uppdráttar en ætla mætti,
og mun það skjóta upp kolli víðar en um Húnaþing.
Sími er nú kominn rnjög víða um héraðið, og xxiun
hann xxú vanta á um 40 bæi. Þokast þetta áleiðis að
því nxarki, að hann komi á hvert býli, en fyrr er
ekki vcl.
Þó hér hafi verið freistað að bregða upp nokkurri
skyndimynd af húnvetnskum bæjum, verður að játa,
að hún segir, og sýnir, minna en skyldi. Sé litið yfir