Búnaðarrit - 01.01.1954, Blaðsíða 84
76
BÚNAÐARRIT
sveitabæi liéraðsins, blasir við, að þeir eru háðir sömu
lögum og aðrar byggingar íslendinga nú á dögum.
Þeir eru ávöxtur umbrota og gelgjuskeiðs, og bera
þess ljós merki. Það virðist fjarri lagi, að þar lcenni
nokkurrar feslu i stíl. Þó fyrir slíku kunni að votta
á stöku stað, nær það ekki nema yfir mjög skammt
skeið, og stappar nærri, að slíkt verði aðeins kennt
við viss ár. Má jafnvel oft fara nærri um, frá hvaða
ári húsið er eftir útlitinu. Á hitt má þó líta jafnframt,
að meðan sú sundurgerð ríkir, sem nú er efst á baugi
í þessu efni, eru þeir, sem bygginganna njóta og
kosta þær, hafðir að hálfgildings tilraunadýrum í
þeirri leit.
Á það er vert að benda þeim, sem kynnu að freista
þess að gera sér fyllri grein fyrir því, hvað hér hefur
gerzt, að 1922 voru talin 417 býli í sveitum Húnaþings.
Af þeim voru þá 150 býli, sem áttu yfir þeim húsa-
kosti að ráða yfir menn og málleysingja, að þau
voru metin á 500 krónur eða minna. Þá voru 133
býli þar, sem húsaverðið var frá 500 til 1000 króna
virði.
Þótt nú gildi annar verðmælir en þá, blasir við, að
langt er frá þeim húsakosti til þess, sem nú er, þótt
betur yrði kosið, ef val eitt gilli til bóta.
Eins og að framan er bent til, eiga Húnvetningar
eftir erfiðan áfanga í byggingarmálum sveitabæja
sinna. Víst er, að margir þeir, sem nú eru taldir til
II. fl., eru fyrr en varir fallnir niður í III. fl„ og
veldur því hvort tveggja, tönn tímans og breytt við-
horf. En bæirnir eru ekki hið eina, sem byggja þarf
upp í íslenzkum sveitum, og er Húnaþing þar engin
undantekning. Svo rnikið sem óbyggt er af bæjum
Húnaþings, er þó mun meira starf óunnið i penings-
liúsabyggingum. í lauslegri athugun, sem fram hefur
farið, kom í ljós, að fjósin í héraðinu eiga nú að