Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 85
B Ú N A Ð A R R I T
77
taka 2727 kýr, og inun þá ótalið kálfapláss að mestu.
Byggingarefni þessara fjósa var:
Steinsteypt ........ yfir 1220 kýr
Blandað efni ....... — 150 —
Torf................ — 1357 —
Freistað var að flokka fjósin eflir ástandi þeirra i
fjóra flokka, þannig: að í I. flokk voru sett góð og
varanleg hús. 1 II. 11. sæmileg og ekki líkleg til að
endurbyggjast á næslu 10—15 árum. 1 III. fl. fjós, sem
ætla má að þurfi að endurbyggjast á næsta áratug, og
í IV. fl. þau, sem þyrfti að endurbyggja strax. Eftir
þessari skiptingu féllu fjósin svo:
í I. fl......... 721 bás
- II. fl....... 604 básar
- III. fl...... 428 —
- IV. fl....... 974 —
Fljótt á litið kann það að líta svo út, að sá, er
þennan dóm felldi, hafi sérstaka andúð á torfbygg-
ingum og haí'i það áhrif á dómsniðurstöður. En svo
er ekki. Hitt er staðreynd, að megin hluti þessara
bygginga eru torfkofar, sem mjög illa þola lélegt við-
hald. En nú er það svo, að sárafáum torl'byggingum
er haldið við. Sú vinna, sem til slíks þarf, er víða ekki
til, enda er viðhald slíkra kofa tímafrekt, ef það á að
vera í lagi. Þá kann það að orka nokkru á hugi manna,
að almennt er því slegið föstu, að allar torfbyggingar
séu dauðadæmdar og þvi skuli þær ganga sér til húðar.
Og loks er þess að gela, að margt af þessum bygging-
um er orðið gamalt, — og ýmsar jafnvel æfagamlar, —
reistar við aðrar kröfur en nú eru uppi, og ol't við
skorinn skammt um efnaliag. Þola þær því illa að af
þeim sé sleppl hendi uin viðhald. Á þetta jafnt við um
Öll peningshús, sem eru úr torfi.
L.