Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 88
80
BÚNAÐARRIT
Flokkuðust þáu, sem hér segir:
Góð ........... yfir 1673 hross
Slæm .......... — 4472 —
Skal svo að öðru vísað til þess, sem áður er sagt um
peningshúsin í heild. Á það er þó vert að benda, að þó
það virðist koma í ljós, að hesthúsin rúmi ekki meira
en þetta, er ekki þar með sagt, að Húnvetninga skorti
skjól fyrir öll þau hross, sem ekki komast í hesthúsin.
Eins og áður er sagt, ciga þeir hús yfir lalsvert fleira
sauðfé en þeir eiga nú. Þegar mæðiveikin felldi ær-
stofninn, féllu lélegustu hesthúskofarnir, og var á
ýmsum stöðum látið ógert að efna til nýrra í þeirra
stað, enda kom nóg rúm í fjárhúsum. Hesthúskofum
hefur og fækkað af öðrum ástæðum. Víða stóðu þeir
einstakir og ósjálegir hér og þar um túnjaðra. Nú hafa
jarðýturnar jafnað marga slíka við jörðu, um leið og
túnjaðrarnir hafa verið sléttaðir. Þar með er þó ekki
sagt, að öll húnvetnsk hross eigi skjól víst, þegar
vetur sýnir vald sitt til hins itrasta. En slíkum oln-
bogabörnum fer nú fækkandi, og er það þakkarefni
öllum, sem þeim unna.
Samkvæmt þeirri athugun og framtali, sem oft heíur
verið minnzt á, telja húnvetnskir bændur sig eiga hlöð-
ur yl'ir 124655 liesta. Byggingarefni það, sem þær eru
reistar úr, reyndisl á þessa leið:
Klæddar á grind........... 20225 hesta
Steinsteyptar þurrh....... 60210 —
voth............ 9960 —
Torfhlöður þurrh.......... 34000 —
Skiptasl þær svo:
Góðar ............... yfir 83435 hesta
Lélegar.............. — 41220 —
I þessu framtali eru eklci hlöður þær, sem eru í
kauptúnunum. Sé þess gætt, ltemur í Ijós, að hændur