Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 89
B Ú N A Ð A R R I T
81
eiga hlöður yfir 70.86% af heyfeng sínum, eftir því,
sem hann taldist í meðalári um 1950. Sé nú það mat,
sem að framan greinir, lagt lil grundvallar, og miðað
við, að hinar lélegu þurfi að endurbj'ggjast á næsta
áratug, er óbyggt yfir hér um hil 52% af heyfeng þeim,
sem nú fæst, og er þá eklcert hlöðurúm fyrir það, sem
við kann að bætast.
Enn eru ótaldar áburðargeymslur. Rúmmál þeirra
er ekki víst, en láta mun nærri, að til séu nú:
Þvaggryfjur............. yfir 1900 m8
Haughús ................ — 5000 —
Allar eru þessar gryfjur steyptar, og flestar með
steyptu þaki. Haughúsin cru vel flest steypt.
Véla- og verkfærageymslur eru fáar. Nokkrar hafa
þó skolið upp höfði á síðari árum, flestar prýðileg hús.
Tækniþróunin.
Þóll heildarsvipur íslenzkra búnaðarhátta sé yfir-
leitt víðs fjarri því, sem hann var í æsku þeirra, sem
slitu barnsskónum um og fyrir siðustu aldamót, mun
ekkert marka þar dýpri spor cn vélakostur samtíðar
vorrar. Þó sjálfsagt sé Húnaþing þar ekki í fremstu
röð íslenzkra byggða, er víst, að mjög markar hann nú
svipmót húnvetnskra búnaðarhátta. Þó á það enn
langt að marki, að hvert húnvetnskt heimili eignist
sína aflvél, með samstilltum tækjum, en þangað stel'na
nú hugir manna. En þótt hinar olíuknúnu vélar séu
nú það, sem mest er miðað við í dag, er það svo, að
við þær er ekki bundið nema brot af tækniþróun hér-
aðsins á s. 1. 30 árum. Væri augum rennt yfir heimilin
hið innra, mundi fljótt koma í ljós, að skrefin eru svo
stór að undrun sætir, þótt ekki yrði lengra seilzt um
samanburð. Skal sem dæmi rifjað upp, að nú er mið-
stöðvarhitun á 274 býlum, en fyrir 30 árum mundu þau
hafa verið talin á l'ingrum sér og þó sennilega að
6