Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 90
82
BÚNAÐARRIT
þumlungum báðum slepptum, eða vel það. Þá mun
hvergi hafa verið rafmagn á húnvetnsku heimili, hvergi
olíukynding eða AGA eldavél, og mætti svo lengi telja.
Ulan bæjar hefur hið sama gerzt. Þar er það í
rauninni svo, að þetta árabil hafa runnið yfir bún-
aðarháttu héraðsins tvö skeið. Hið fyrra er skeið
hestorkunnar, sem aflgjafa við drátt. Að vísu á það
upplök sín nokkru fyrr en hér hefur verið rætt um,
en það þróaðist þó mjög á fyrsta, og jafnvel talsvert
fram á annan, áratug þess árabils, sem hér um ræðir,
einkum vegna bættra véla til heyvinnu og jarðyrkju.
— Hið síðara er skeið hinna olíuknúnu tækja. En
urn það má segja, að þar höfum við ekki enn séð
nema uipphafið. Hvert sú þróun kann að bera, er enn
mjög óráðið og aðeins fólgið í draumum, og þá helzt
þeirra, er djarfast dreymir. Hvenær og livernig þeir
rætast, er enn véfrétta svör ein.
Það kann að þykja fullmælt að segja, að skeið
hestorkunnar sé þegar runnið. Svo er ekki að því
leyti, að enn er hestorkan nýtt sem höfuðaflgjafi á
allmörgum heimilum. En hún er orðin eftirlegukind
í hug þjóðarinnar, og því í rauninni dauðadæmd.
Það er fjárskortur, sem veldur því, að enn er eftir
nokkur sláttuvél, sem dregin er af hestum. Allir
mundu eigendur þeirra kjósa sér annan orkugjafa,
ef þess væri kostur. Olían sem aflgjafi siglir nú hrað-
byri um Húnaþing, eins og raunar allt ísland, þó
ekki hafi hún náð þar hverri þeirri höfn, sem kosin
yrði.
Hér er ekki rúm til að rekja þessa byltingu til
hlítar, enda mun hún torrakin til fulls, — a. m. k.
hið hagnýta gildi hennar. Hitt er víst, að hér er að
gerast gífurleg bylting. Á mjög skömmum tíma flytj-
ast inn í sveitir lands vors hundruð véla og tækja af
hinum ólíkustu gerðum, og er þá af skiljanlegum
ástæðum mest rennt huga til hinna olíuknúnu, þ. e.