Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 91
B U N A Ð A H R I T
83
aflvakanna. — En þær eru ekki nema hluti af véla-
kosti þeim, sem landbúnaðurinn keppir nú að, og
er þá aðeins skyggnst utan bæjar. Hjálpartæki þau,
sem með aflvélunum þurfa, eru sennilcga ekki minni
að verðgildi, og í rauninni sá hlutinn, sem gildi afl-
gjafans byggist fyrst og fremst á.
Sé huga rennt yfir vélakost Húnvetninga eins og
bann horfir við í dag, blasir við, að í honum hefur
verið fest gej'sifjármagn á mælikvarða búandliða.
Óvíst mun, hve margar heimilisdráttarvélar eru til
í héraðinu nú, en eilthvað munu þær fara yfir 80, og
þó trúlega lítið. Víst er, að ekki eru þær tegundir,
sem keyptar hafa verið, færri en 10, — geta verið
eitthvað fleiri. Sú sundurgerð segir sína sögu, og
er hún of landskunn til þess að eyða um hana mörgum
orðum hér. Er hún þó áhyggjuefni hverjum þeiin,
sem um þessi mál hugsar. En hér er við rannnan
reip að draga. A einu leytinu er kaupsýslan, — kaup-
mennskan, — sem sí og æ lofar sína vöru. Flestar
munu vélar þessar vera allgóðir gripir, og sennilega
torvelt að slá því föstu, að ein skari svo fram úr
annarri, að af skeri um það, hver valin er. Og þcgar
vélarnar eru komnar, er „mín vél bezt“, að margra
dómi. Er á þann hátt oft rekinn áróður, sem drjúgum
verlcar, þó rekinn sé fjarri allri kaupsýslu, og sá,
sem með sinni vél mælir, hafi aldrei sezt upp í aðra.
öll þessi sundurgerð eykur mjög á örðugleika á út-
vegun varahluta, og allt viðhald, og leggur mjög ill-
skiftinn stein í götu sameiginlegs átaks um sveit eða
liérað, til viðhalds véla, og varahlutaeignar. Slík sam-
lök munu heldur ekki þekkjast um Húnaþing.
Ekki verður svo rælt um olíuknúna aflvaka í Húna-
þingi, að bifreiðanna sé þar að engu minnzt. Nú
munu húnvetnskir bændur eiga rúmlega 90 bifreiðir.
Mikill meiri hluti þeirra eru „Jeep“-ar, þó einnig
séu þar til nokkrar annarra tegunda. Þær eru því