Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 93
BÚNAÐARRIT
85
því mörgum sjónarmiðum háð. Um hitt deilir enginn,
að sú fúlga, sem fest hefur verið í þessum tækjum,
er í heild mjög þungur baggi á héraðsbúum. Eðlilega
er noklcur hluti þessa fjármagns bundinn í ýmis kon-
ar lánum, og kemur þá löngum að skuldadögum, og
þá oft fyrr en skyldi. Og enn iná ætla, að viðhalds-
bagginn þyngist meir en þegar er orðið, þegar slit
vélanna fer að gera vart við sig.
Draumurinn um olíuknúna aflvél á hverju heimili
á enn langt í land að rætast, enda ótrúlegt að svo
verði, ef ekki gætir meiri samhjálpar um eign þeirra
og not en enn bólar á um Húnaþing. — En þó ekki
sé lengra komið en þetta, setja þær þó mjög sinn
svip á háttu héraðsbúa, og mundi því ærinn sjónar-
sviptir að þeim horfnum. Þess mundi og enginn óska.
En þótt hér hafi farið sem víðar, við svo stórstígar
byllingar, að ekki sé fullrar hagsýni gætt um öll skipti,
verður trauðla með réttu mjög sótt til saka fyrir það.
Fyrir það, sem unnizt hefur, ber að þakka, en læra
af hinu misstigna. Á því byggist þróunin, og hún er
óskabarn allra.
Félagsmál.
Þegar litið er yfir það tímabil, sem hér um ræðir,
verður ckki sagt með réttu, að Húnvetningar hafi lagt
mikla rækt við að rækta búfé sitt. Til eru að ‘vísu
nokkrir einstaklingar, scm lagt hafa sig fram til þessa,
einkum þó við sauðféð. En það hefur sjaldan náð út
fyrir þeirra eigin slofn. Frægasta, og tvímælalaust
ágætasta dæmi þessa, er ræktun Ásgeirs Jónssonar
í Gottorp á sauðfjárstofni sínum. Er það einmæli
þeirra, er þar þekkja gjörst til, að þar liafi verið
unnið eitt hið ágætasta starf, sem unnið hefur verið
nér á landi til jiessa. En það starf rann mjög út í
sand. Varð stofninn mæðiveikinni mjög að bráð, enda