Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 94
86
BÚNAÐARRIT
hvarf hið síðasta af honum að fullu úr héraðinu í
blóðbaði fjárskiptanna.
Með fjárskiptunum vöknuðu vonir manna á ný í
þessu efni, og munu nokkrir bændur hafa hafið þetta
starf aftur á þeim stot'ni, sem nú er búið við. Og einn
visir að sauðfjárræktarbúi mun risinn á legg, þó þar
sé skammt af enn.
Nautgriparæktarfélög hafa löngum átt örðugt upp-
dráttar hér um héraðið. Hafa nolckur risið á legg,
en oftast „lifað stutt1, en tæplega mun hægt að segja
um þau, að þau hafi „lifað vel“. Áhrif þeirra munu
því lítil, þó sennilega sé ofmælt, að þeirra hafi að
engu gætt. En væri með rökum hægt að benda á, að
þau hefðu unnið gagn, svo laus, sem þau hafa þó
oftast reynzt í reipum sínum, væri Húnvelningum
gott að minnast þess. Þá mundi sýnt hvers traustur
og skipulagður félagsskapur kynni að orka.
í hrossaræktannálum risu upp nokkur félög um
skeið. Um gagn af þeim mun erfitt að færa gild rök,
enda fátt unnið fyrir þau, svo þau gætu orðið til
gagns. Starfsemi þeirra mun því aðeins hafa orðið
spor í sandi, sem þurrkazt hefur út af næslu öldu.
Sú breyting, sem nú er orðin á hlutverlci hestsins, er
ólíkleg til að livetja menn til að leggja rækt við þann
þáttinn í fari hans, sem hæst hefur borið hróður
hans á liðnum öldum, hinar sálrænu eigindir góð-
hestsins. Þær eru gleymdar fjöldanum. Nú er höfuð
keppikeflið, að hesturinn liafi „mör og kjöt, meira en
alinennt gerist“.
Sá félagsskapur húnvetnskra bænda, sem dýpst
spor markar nú, — þegar frá eru tekin samvinnu-
félögin, — er búnaðarfélagsskapurinn, með búnaðar-
og ræktunarsamböndin í hroddi þeirrar fylkingar.
Búnaðarfélögin hafa starfað meira og minna í öllum
sveitum héraðsins, síðan um og fyrir aldamót, —
sum enda miklum mun lengur, -— því þau eru þegar