Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 95
BÚNAÐARRIT
87
komin drjúgt skref á aðra öldina. En mestum áhrif-
uni hafa þau samtök náð við stofnun búnaðarsam-
handanna, — í Austursýslunni 1927, og í Vestur-
sýslunni 1931. — Höfuðátakamætti sínum hafa þau
félagssamtök þó náð með stofnun ræktunarsamtak-
anna, sem bæði búnaðarsamböndin stofnuðu til —
hvort á sínu svæði, þegar er lögin uin ræktunar- og
húsagerðarsamþykktir voru staðfest.
Síðan ræktunarsamtökin risu á legg, er óhætt að
fullyrða, að á þeirra vegum hafa höfuðátöliin í rækt-
unannálum átt upptök sín. Það er líka svo, að eins og
nú er högum háttað, er véltækni sú, er til þessara
starfa er höt'ð, orðin slík, að óhugsandi er að njóta
hennar án víðtækrar samhjálpar. Er það Húnvetn-
ingum ómetanlegt happ, hversu þeir brugðu fljótt
við, þegar sú leið til samhjálpar var lögfest.
í Austursýslunni hefur og verið staðfest húsa-
gerðarsamþykkt, og hefur talsvert starf verið innt
af höndum á vegum hennar, enda hefur þegar verið
lagt til hennar talsvert fé. Hefur þar unnizt nokkuð
að byggingarmálum fyrir atbeina þeirra samtaka, sem
tvímælalaust er mjög til liagsbóta, það sem það nær.
En gjarnan hefði mátt spinna betur úr svo ágætu
efni. Hafa byggingasamtökin eignazt tvenn steypu-
niót, sem hvoru tveggja eru hinir ágætustu gripir.
Eru önnur þeirra ætluð til að steypa í þeim venjulega
veggi, og eru það krossviðarplötur, sem festar eru á
stálgrind, amerísk smíði og ágætir gripir. Hin mótin
eru hringlaga votheysgryfjumót úr stáli, — smíðuð
í Landssmiðjunni í Reykjavik. Eru þau og hin
ágætustu.
Vegakerfið.
Þó það kunni að virðast svo, að vegamál eigi ekki
heima hér, er það samt svo, að búnaðarhættir verða
Irauðla svo fulhnetnir, að vegakerfis sé að engu getið,