Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 96
88
BÚNAÐARRIT
enda er það svo, að án sæmilega trausts samgöngu-
kerfis, verður nútíma landbúnaður elcki rekinn. Vegir
alls liéraðsins munu nú nema rúmum 750 km,
þ. e. a. s. það sem nú er hægt að klöngrast á bifreiðum,
þegar þurrast er að sumrinu, og er þá talið að mestu
heim á hvern bæ. í dag munu ekki vera nema 5 bæir
í öllu héraðinu, sem ekki eru komnir í slíkt vegar-
samband. En þó svo sé, er óravegur lil þess, að
telja megi allar þessar leiðir sæmilcga færar. Hversu
inikið af þessum leiðum, er þegar sæmilega uppbyggð-
ur vegur, skal hér ekki freistað að áætla. Hitt er víst,
að þar er geysimikið verk óunnið. Samt er það starf,
sem þar hefur verið unnið á s. 1. 30 árum, svo gífur-
legt, að ýmsa, sem um það hugsa, hálfsundlar við,
og er þó sí og æ um það nöldrað, að hægt gangi. Á
þessu sama skeiði, hafa hlutföllin milli þjóðvega,
sýsluvega og hreppavega In'cytzt mjög, og hafa þjóð-
vcgir tognað mest, en hreppavegir stytzt að sama
skapi, eða jafnvel vel það.
En þegar vegakerfi héraðsins er athugað eins og
það horfir við í dag, er vert að vera minnugur þess,
að bændur héraðsins liafa lagt fram feikna fjármagn
og vinnu til þess að ná þeim áfanga, sem þegar hel'ur
náðst. Mestur hluti þeirra vega í héraðinu, sem nú
á síðari árum hafa verið teknir í tölu þjóðvega, höfðu
bændur áður brotizt í að gera færa bifreiðum. Margt
af þeim vegagerðum er nú vegið og léltvægt fundið,
og uppi háværar raddir um endurbyggingu þeirra. Að
vísu hel'ur ríkisvaldið komið á móti þeim með sinn
hluta, svo sem lög standa til, og er skylt að minnast
þess með þakklæti. — Rétt er að minnast þess, þegar
sótt er til saka fyrir það hve skammt hefur náðst, og
skillítið margt af því, sem gert hefur verið, að megin
hluti þess, sem unnið hefur verið í þessari baráttu,
hefur unnizt með rekuna og kvíslina einar að vopni.
Má því ekki meta það, sem þá vannst, til jafns við