Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 97
BÚNAÐARRIT
89
það, sem tækni samtíðarinnar býður nú fram til hjálp-
ar í þessu efni. Væri í því efni vert að bera fram þá
ósk, að framvegis verði tæknin tekin í þjónustu þess-
ara mála, undir traustara skipulagi en ríkt hefur
undanfarið, og svo frábær gripur sem slcurðgrafan
yrði framvegis meir tekin i þjónustu vegagerðar en
hingað til. Á því veltur mjög gildi og ending hún-
vetnskra vega.
Þegar framanritað er athugað, kynni það að verða
Ijósara, hvert geysistarf húnvetnskir bændur hafa
innt af liöndum í þágu vegamála héraðsins. Og þó
nú yrði það kosið allt meira og traustara, er vert að
minnast þess, að það var brautryðjendastarf, og
má minnast þess eins með nokkru þakklæti. En þegar
nietið er það fé, sem bændastétt héraðsins hefur
lagt fram til framtíðarmála héraðsins, má ekki gleyma
þætti þeirra í vegamálum þess.
Kauptúnin.
Á því árabili, sem hér hefur verið staldrað við,
hefur hlutur kauptúnanna vaxið mjög. Skal sá vöxtur
ekki gerður liér frekar að umtalsefni. En hlut þeirra
í búnaðarháttum héraðsins hefur verið hér að mjög
litlu getið. Er það þó ekki fyrir það, að hann sé af
þeim, er þetta ritar, svo lílils metinn, að hann megi
þar ekki vera með. Hilt er annað mál, að landbún-
uður sá, sem þar er rekinn, hlýtur að verða nokkuð
annar að svip og háttum, en landbúnaður héraðsins
i heild, þólt sama eðlis sé. Vert mun að líta á það,
að þeir málsverðir, sem þar eru dregnir úr skauti
moldar, xnunu fyllilega jafngilda öðrum hliðstæðum
föngum, hvar sem þau eru tekin. Og engu munu þeir
minna virði, — hvorki fyrir þá, sem þeirra afla, né
þjóðfélagið í heild, — en þeir, sem verlcamenn vinna