Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 98
90
BÚNAÐARRIT
fyrir í annarri eftirvinnu, því mikið af því, sem þann
veg er sótt í skaut moldar, mun sótt í tómstunda-
og eftirvinnu verkamanna og fjölskyldna þeirra. Og
sannleikurinn er sá, að afrakstur þess lands, sem
kauptúnin hafa yfir að ráða, er oft slíkur, að aðdá-
unarefni er. Hin hagnýta hlið þessarar rælctunar er
slík, að hún verðskuldar, að hennar væri minnzt
rækilegar en hér hefur verið gert, enda ærið efni í
sérstakan þátt. Líklegt má þó telja, að sú hliðin, sem
snýr að menningu og uppeldi, sé enn meira virði, þó
þeim þætti verði ekki gerð hér fyllri skil.
Lokaorð.
Þó hér hafi verið stiklað á fáeinum steinum í hún-
aðarsögu Húnaþings frá síðustu árum, blasir við, að
hér er flest laust í reipum, enda margt ósagt með öllu, er
þess væri vert að minnzt væri. Því vcrður ekki neitað,
að á ýmsan hátt hefur farið hér fram gagnmerk þróun,
sem fullkomin ástæða er til að gefa gaum, og helzt að
jöfnu, því sem bezt hefur tekizt, og hinu, sem
skemmra hcfur skrefazt, eða jafnvel misstigizt. Af
hvoru tveggja má læra, og þarf að læra. Hins er og
vert að minnast, þegar dómar eru felldir um háttu og
slefnu liðinna ára, að „ósnjöllum koma á eftir ráð
í hug“. Er því óvíst, að þeim, sem þar taka fyllstan
munn nú, um misstigin spor, eða vanstigin, hefði
stigizt nokkru skár eða réttar. Vert er og að minn-
ast þess, að sumt af þeim hefur verið stigið undir
dyn frá djöfulæði samtíðar vorrar, og þá að nokkru
undir sefjan af völdum hans.
Hér hefur verið dvalið við það, sem að jafnaði
hefur verið fólgið í hugtakinu landbúnaður. En þó
kynlegt megi kallast, er í því hugtaki sjaldnast, svo
neinu nemi, tekið tillit til þess, sem þó er höfuð-
burðarás þess landbúnaðar, sem enn er rekinn á