Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 99
BUNAÐARRIT
91
íslandi, hinna villtu nytja, sem sóttar eru, — og
sóttar hafa verið, — í skaut moldar á öllum timum.
Þessu hefur og verið sleppt hér. —- Þó er það svo,
að sé miðað við þann búpening, sem nú er á fóðrum
um Húnaþing, og þá fóðuröflun, sem skýrslur benda
til að fáist, er það ekki meira en einn fimrnti hluti
þess fóðurs, sem sá fénaður þarf yfir árið, sem nú er
fram talinn, — ef það fer þá nokkuð sem nemur fram
úr einum sjötta hluta. —. Má af þessu ljóst vera,
hvert geysiverðmæti er fólgið í skauti hinna villtu
nytja, og hvers virði það er, að þessara verðmæta sé
gælt til hins ítrasta. Er það og víst, að á verndun
þessara verðmæta, og varðveizlu þeirra, — jafnhliða
fullri nýtni þeirra, — byggist afkoma húnvetnsks
iandbúnaðar á komandi öldum.
Fyrir hverjum manni, sem hugann kann að leiða
að framtíð héraðsins, verður að vaka spurningin um
það, liversu sé unnt að skapa vöxnum og verðandi
Húnvetningum viðunandi lífsskilyrði og lífsviðhorf,
— hversu það horfir við að víkka svo liéraðið, að það
gefi æsltu samlíðar vorrar og framtíðar ærið athafna-
og olnhogarúm, — ærin verðmæli úr mold héraðsins,
svo að á ]ieim geti byggzt menningarlíf, sem öldum og
óbornum mætti sæmd að verða.
Trú þess, er þessar línur ritar, er, að framtíð vor
eigi eftir að sanna, — engu siður en fortíðin, — að
sú menning verði að miklum hluta að hvíla á hinum
villtu nytjum liéraðsins, — að sú framtíð, sem við
getum lengst og dýpst skyggnzt til, hafi engin efni á
að láta sig þann þáttinn litlu varða. Kynslóð vor
verður að gera sér Ijóst, að þrátt fyrir allt ágæti
i’æktunar, í hverri mynd sem hún birtist, — og síð-
fistur mundi sá, er þetta ritar, vilja verða til að rýra
hlut hennar, eða gildi, fyrir efnahag og menningu
þjóðarinnar, — verðum vér að horfast I augu við þá
staðreynd, að mjög stór hluti landbúnaðar vors,