Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 118
110
BÚNAÐARRIT
Æskilegt hefði verið að flokka reikningana, t. d.
eftir landshlutum, eftir stærð búanna og eftir því,
hvort aðalbústofninn er sauðfé eða nautgripir. Þetta
er þó ekki gert hér. Reikningarnir eru svo fáir, að
slíkar flokkanir yrðu mjög hæpnar. í sumum flokk-
unum mundu verða svo fáir reikningar, að frekar
yrði um einstök lilfelli að ræða, en ekki meðaltals-
tölur, og getur þá samanburður á flokkunum orðið
frekar villandi en hitt, að hann gæl'i réttar bendingar
um það, sem saman á að bera.
Sumar upplýsingar vantar tilfinnanlega i búreikn-
ingana, t. d. hafa mjög fá búin haft árshjú, svo að
ekki er hægt að gera sér grein fyrir því, hvað kaup-
gjald til fastráðinna árshjúa hefur hækkað þessi ár.
Ef tekið er kaup alls og því deilt með karlmannsfæðis-
klukkustundum alls, þá sést, að kaup hefur rösklega
20 faldazt á þessum 18 árum. Kaup yfir vetrarmán-
uðina hefur hækkað mest eða 30 faldazt, cn kaup yfir
sláttinn, júlí og ágúst, hækkað minnst, aðeins 11
faldazt.
Sennilega er þetta í góðu samræmi við það sem
gerzt hefur ahnennt í sveitum þessi ár, því að á ár-
unum 1933 til 1939 var víða mjög lítið kaup greitt fyr-
ir vetrarvinnu.
Á hvern hátt hafa bændur getað inætt þessum miklu
kauphækkunum, sem hlulfallslega eru miklu meiri
en hækkun á afurðum? Eftir þeiin tölum, sem hér eru
birtar úr búreikningum, er það tvennt, sein mest hef-
ur hjálpað: Stærri bú og aukin vinnuafköst á einingu.
Þessi tvö atriði virðast vera nátengd hvort öðru. f
grein, sem hirtist í „Frey“ í júlí s. 1., eru færð nokkur
rök fyrir því, að vinnuafl notist betur á stærri búun-
um. í þeirri grein er einnig bent á það, að auknar af-
urðir á hvern einstakling búfjár virðast gefa betri af-
komu, og væri æskilegt, að sem flestir vildu athuga
þann kost vel.