Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 121
BÚNAÐARRIT
113
öðrum til að koma skepnum sínum fram, og hefur
þeim orðið að von sinni. Slíkir menn eiga ekki að búa,
þeir eru ekki færir um það. Þá vantar tilfinningu fyrir
þeirri ábyrgð, sem þeim ber að hafa á lífi þeirra
skepna, sem þeim er trúað fyrir. Þá vantar þá sóma-
tilfinningu, sem allir þurfa að liafa og eiga að hafa
til þess að vilja sjálfir, af eigin rammleik, sjá sér og
sínum farborða, og þá vantar þá forsjálni og fyrir-
byggju, sem hverjum bónda þarf að vera i brjóst bor-
in. Stundum hefur hvarflað að mér, að nágrannarnir,
sem alltaf hlaupa undir bagga og hjálpa lil að koma
skepnum slíkra manna fram, geri ekkcrt góðverk
með því, það sé nauðsyn, að heyleysingjarnir læri af
reynslunni. Þó hugsa ég, að mér mundi farast eins og
hjálpsama nágrannanum -—• hjálpa um liey — heldur
en að láta skepnurnar veslast upp og drepast og eig-
endur þeirra bíða stórkostlegt eignatjón. En hvað á
þá að gera? Þetta eru um 80 bændur dreifðir um
landið, sem stöðugt verða heylausir ár eftir ár.
Hvernig á að fá þá til þess að sjá nauðsyn þess að
breyta til? Ég vil nú biðja alla að leggjast á eitt og
reyna að hafa áhrif á þessa menn, svo að þeir hætti
að setja smánarblett á bóndanafnið með heyleysi
sinu.
Um allt land gengu skepnur sæmilega og vel fram.
Undantekningar voru aðeins á einstaka bæjum. Þeir,
sem fyrst slepptu, fengu hálfgerðan kyrking í lömh-
in vegna þess, að nægur gróður var ekki kominn, sér-
staklega á Austurlandi, og kom það fram á fallþung-
anum í liaust.
Sumarið (júní—sept.) var hlýtt og víða úrkomu-
lítið. Meðalhiti var 2° C yfir hið venjulega. Hlýjast
var á Norður- og Norðausturlandi. Sprettutíð var á-
gæt. Þótt heldur þurrviðrasamt væri á Norður- og
Austurlandi, þá hélzt raki í jörð eftir aprílsnjóinn, svo
að þurrkarnir komu ckki að sök, nema á allra harð-
8