Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 122
114
BÚNAÐARRIT
lendustu tiinum. Spretta varð því mjög ör og ágæt, og
um miðjan júní var víða góð slægja á túnum, sem
voru í góðri rækt. Fæstir voru tilbúnir að byrja slátt
þá, og spruttu túnin þvi viða úr sér. Sumarið varð
sérstaklega þurrkasamt á Vestur- og Suðvesturlandi,
daufari voru þurrkarnir á Norðurlandi, en þó mjög
sæmilegir. Á Austurlandi voru daufir þurrkar, en þó
úrkomuIíLið svo að hey náðust vel verkuð, enda þótt
langan tíma tæki að þurrka þau. 1 Skaftafellssýslum
og eystri hluta Rangárvallasýslu stórrigndi oft, en á
milli komu þó þurrkdagar, svo að taðan náðist þar
líka lítið hrakin.
Fóðurfengurinn var mjög mikill, en ekki liggur enn
fyrir, hve mikill hann varð. Hins vegar má fullyrða,
að aldrei fyrr hefur veiið til eins mikill töðuforði á
haustnóttum. Af skýrslum forðagæzlumanna frá í
liaust sést, að víða hefur taðan í haust verið % — %
meiri en hún var í fyrra, og að meðaltali úr 70
hreppum, sem sent hafa góðar skýrslur — saman-
burðarhæfar — um fóðurskoðun snemrna vetrar, er
töðuforðinn haustið 1953 nálægt % meiri en haust-
ið 1952. Þessi töðuaukning 'stafar af ýmsum ástæðum,
og vil ég benda á, að árlega stækkar ræktaða landið
nokkuð, að tíðin var hagstæð fyrir alla sprettu, að
aldrei hefur verið keyptur eins mikill áburður til
landsins og í ár eða 3569 tonn af lcöfnunarefni í stað
2406 í fyrra, 1670 tonn af fosfórsýru, i stað 936 í fyrra
og 1380 tonn af kalí i stað 933 í fyrra, og telja margir,
að hér sé aðalorsökin til aukningar töðufallsins. Út-
heysforðinn er aftur heldur minni, og munar þó ekki
nema 4%.
Vegna þess hve túnin spruttu ört og við mikinn
þurrk í maí og framan af júní, mátti búast við, að
taðan yrði steinefnasnauð og vegna þess hve hún
þornaði litið við sól í stórum hlutum af landinu, mátti
Hka vænta, að hún yrði snauðari af D-bætiefnum en