Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 123
B Ú N A Ð A R R I T
115
venjulega. Það inátti því búast við, að hámjólka kýr,
sem fengu töðu frá í sumar, yrðu kvillasamar í vetur,
væri ekkert að gert (doði, beinveiki, ófrjósemi o. fl.).
Á þetta benti ég í suinar og fór þess þá á leit við land-
búnaðarráðherra, að hann legði fyrir Búnaðardeild
atvinnudeildar háskólans að taka sýnishorn af töðu
og efnagreina, svo að frekar mætti benda mönnurn á,
hvað gera þyrfti til þess að reyna að fyrirbyggja vönt-
unarsjúkdóma i kúm í vetur. Landbúnaðarráðherra
tók þessari málaleitan vel og lagði fyrir Búnaðar-
deildina að framkvæma efnagreiningar á töðunni.
Pétri Gunnarssyni, fóðurfræðing, var falið að safna
sýnishornum. Hann tók alls 86 sýnishorn. Þau liafa
nú verið efnagreind, hvað steinefni snertir, og sýna
niðurstöður rannsóknanna, að í flestum sýnishornunum
af töðunni af gömlu túnunum voru steinefnin við-
unandi, en i nokkrum þeirra ekki. I nýræktartöðuna
vantaði mjög víða steinefni, og þó meira kalk en fos-
fór. Rannsóknirnar slaðfestu þvi það, sem menn
áður höfðu grun um. Samband ísl. samvinnufélaga
hefur samið við fyrirtæki í Englandi um að blanda
fóðursalt eftir fyrirsögn dýralæknis og má ætla, að
gjöf þess bæti upp efnaskort töðunnar. Fóðursalt
þetta hefur verið reynt liér undanfarin ár af tilrauna-
slöðinni á Keldum og gefizt vel. Ekki er óliklegt, að
hámjólka kýr þurfi líka að fá D-vítamín í einhverri
niynd.
Þótt töðuforðinn sé mikill, er liann ekki að sama
skapi góður. Taðan er víða úr sér sprottin og hlýtur
að vera létt. Menn byrjuðu of seint að slá. Það vill
alltaf brenna við, að annað hvort séu menn ekki til-
búnir að hefja slátt, þegar sprettan er orðin liæfilcg,
eða að menn séu að híða í þeirri von, að töðuaukinn,
sem þeir fá með því að bíða, þar til betur er sproltið,
geri meira en vega upp gæðamismuninn. Þetta er þó
sjaldnast tilfellið og líklegast aldrei, sé tví- og þri-