Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 124
116
B Ú N A Ð A P. R I T
slegið, eins og ávallt þarf að gera á lúnum í góðri
rækt, sé ekki ætlað að nota þau til beitar eftir fyrsta
slátt.
Kartöfluuppskeran var með afbrigðum góð og sú
langbezta, sem fram að þessu hefur fengizt hér á
landi. Er sýnt, að á árinu 1954 þarf engan innflutning
á kartöflum til neyzlu, og er það sjaldgæft, þótt fyrir
hafi komið áður (1941). Hitt óttast ýmsir, að erfið-
lega gangi að verja kartöflurnar skemmdum, þar sem
góðar geyinslur eru of fáar til í landinu. Það hel’ur
staðið byggingu þeirra fyrir þrifum, að deilt hefur
verið um, hvar skyldi byggja þær og af hverjum.
Hafa sumir haldið ]>ví fram, að bændur ættu sjálfir,
bver á sinni jörð, að koma upp kartöfiugeymslum og
geyina sínar kartöflur, þar til þær seljast. Aðrir hafa
baldið því fram, að bið sama ætli við með kartöflur
og kjöt. Engum dytti í hug, að hver bóndi byggði
frystihús yfir lcjöt sitt og geymdi það sjáifur, þar til
það seldist. Sameiginlegt átak þyrfli til. Eins og S.Í.S.,
sem selur kjötið, hefur forgöngu um byggingu frysti-
liúsa og geymir kjötið, bæði Grænmetisverzlun ríkis-
ins að hafa alia forgöngu um byggingu kartöflu-
geyinslna og geymslu sölukartaflna. Jafnframt hafa
þeir bent á, að oft getur veðurs vegna verið illt eða
ókleift að flytja kartöflur langt til, og því þyrftu þær
að vera geymdar á aðalsöiustöðunum, svo að þær
væru tiltækilegar, þegar til sölu kæmi.
En hér er sein oftar, að það má deila um, hvort
sé réttara. Á nokkrum stöðum risu kartöflugeymslur
upp í haust, og er ekkert líklegra en félagssamtök
bændanna sjálfra leysi málið í framtíðinni, en ekki
hinn lögskipaði seljandi vörunnar, Grænmetisverzlun
ríkisins.
Margir óttast, að við getum ekki torgað allri upp-
skeru ársins, áður en ný uppskera kemur á sumrinu