Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 125
BÚNAÐARRIT
117
1954, og víst er það, að til þess þarf meiri neyzlu en
venjulega. En við höfum líka neytt lílils af kartöflum
saman borið við aðrar þjóðir, svo að neyzlan getur
stórvaxið, og við höfum lagt okkur til munns kart-
öflur, sem ekki ætti að nota nema til skepnufóðurs,
(smælki og slæmar tegundir).
Myglu varð vart í kartöflum úr Rangárvallasýslu,
en svo seint kom hún fram i þeim, að uppskeran varð
sæmileg, en geymsluþolið er lítið.
Ný veiki — linúðormar — fannst í kartöflum sunn-
anlands í haust, en hennar hefur ekki orðið vart fyrr.
En nú er hún víða, þegar að er gáð, og talið alveg full-
víst, að hún sé búin að vera hér árum saman. Talið
er vafalaust, að hún liafi borizt til landsins með inn-
fluttum kartöflum, og hafa þó nú um árabil allar
kartöflur, sem til landsins liafa komið, verið fluttar
inn af G.rænmetisverztun ríkisins, sem eðlilega hefur
lagt áherzlu á að flytja ekki inn sjúkar kartöflur.
Þelta dæmi ættu þeir að hugleiða, sem ákafastir eru
að opna allar gáttir fyrir innflutningi búfjár og jurta
lil aukningar fjölbreylni i búskapnum og náttúru
landsins.
Rófnauppskeran var mikil, líklega sú mesta, sem
fengizt hefur úr íslenzkum görðum. Allar rófur hafa
venjulega verið uppseldar um áramót, og eftir það
engai- rófur hægt að fá fyrr en af næsta árs uppskeru.
Nú er þetla á annan veg. Enn má fá keyptar rófur, og
vonandi verða rófur af framlciðslu sumarsins 1953 til
sölu, þar til rófurnar af uppskeru ársins 1954 koma
til. Hér veltur mest á því, hvernig tekst með geymsl-
una, en geymsluhús vantar eins og yfir kartöflurnar.
Aðrir garðávexiir spruttu með ágætum, bæði þeir,
sem ræktaðir eru úti, og í vermihúsum, en sölutregða
var nokkur, verðið fallandi, og uppskeran seldist ekki
öll.
L