Búnaðarrit - 01.01.1954, Blaðsíða 126
118
BÚNAÐARRIT
Sölufélag garðyrkjumanna,, sem selur um 4/5 hluta
annarra garðávaxta en gulrófna og kartaflna, seldi til
dæmis:
197 smálestir af tómötum, 180 í fyrra.
12523 kassa af gúrkum, en 10886 í fyrra.
117,8 smálestir af hvítkáli, en 51 í fyrra.
11,9 smálestir af rauðkáli, en 7,3 í fyrra.
52,6 smál. af gulrótum, en 38,4 i fyrra, o. s. frv.
Sýnir þetta uppskeruna í ár, miðað við i fyrra, og gef-
ur jal'nframt hugmynd um aukningu annarra garð-
ávaxta, sem ekki eru taldir hér.
Sauðfé reyndist misjafnt, viðast vænna en síðast
Jiðið ár. 212 þúsund dilkar, sem slátrað var í slátur-
tíðinni, höí'ðu 14,93 kg meðalfall eða 0,33 kg þyngra
en í fyrra. En nokkuð var þetta misjafnt. í haust
var ég að spyrja bændur, sem ég hitti, um vænleika
fjárins. Fékk ég stundum þau svör, að fullorðna féð
væri vænt, en lömbin ekki að sanaa skapi. Þetta svar
gefur til kynna, að ærin hafi um burðinn eða skömmu
eftir hann fengið ónóg fóður og gel/.t, þess vegna
mjólkað lambinu minna að sumrinu en ella, en jafn-
framt haft meira lianda sjálfri sér, og því orðið til-
tölulega vænni. Það kemur líka í ljós, að á þeim
stöðum, sem sleppt var á lítinn eða engan gróður,
oru lömbin í liaust téttari en í fyrra. Sama var með
síðborin lömb, þau voru víða léttari en í fyrrahaust.
í sumarslátrun var slátrað 10566 dilkum. Alls var
slátrað 7544 kindum fullorðnum, og er það miklu
færra en áður, enda nú hvergi slátrað vegna fjárskipta,
og á mörgum fjárskiptasvæðum er enn ungt fé, sem
ekki þarf að farga verulega úr. Alls komu til innleggs
3325 smálestir af dilkakjöti og 175 smálestir af kjöti
af fullorðnu fé.
Á árinu hefur sauðfé fjölgað verulega, og ber margt
til. Má þar benda á það, að Iambalíf var gott vorið