Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 127
B Ú N A Ð A R R I T
119
1953, enda þótt víða vseri með færra móti tvílembt.
bað fóru því mörg lömb til fjalls.
Heyskapur var góður og hugur í mönnum um allt
land að fjölga fénu. Var því sett á mikið af lömbum.
Hrá mörgum sláturstöðum fréttist, að engri gimbur
hafi verið slátrað, og má búast við, að sett hafi verið
á í liaust 150—180 þúsund löinb. í haust voru flutt
13500 lömb á svæðið milli Rangár og Mýrdalssands,
sem varð fjárlaust haustið 1952, og 7500 lömb á svæð-
ið milli Hvalfjarðar og Rangár, en bændur þar fengu
lömb i fyrra, en ekki nema hluta af þeirri tölu, sem
þeir vildu fá og áttu rétt á.
Við slátrunina hefur i haust eins og undanfarin ár
gætt mikið lambgimbrarlamba, og í Reykjavík var
í haust eingöngu slátrað lömburn undan lambgimbr-
um, mest hrútum. Þau höfðu að meðaltali 14,41 kg
fall, enda mæðurnar prýðilega með farnar, þar sem
hvort tveggja var, að féð var fátt og hey kappnóg. Nú
er eftir að sjá, hvort eins vel verður farið með þessar
gimbrar, þegar þær verða eldri, og hvort lömbin und-
an þeim verða þá eins væn og þau voru í haust. Við
getum vonað, að svo verði, en liitt gæti líka skeð, að
af ánum uppkomnum fengist minni arður en fékkst,
þegar þær voru gimbrar, vegna þess að meðferðinni
hrakaði. Illt væri, ef svo færi.
Skijrslnr um fóðurskoðun snemma vetrar sýna til
muna meiri fóðurbirgðir i haust en árið áður. í nokkr-
um hreppum hafa líka verið gerðar nýjar samþykktir
um ásetninginn og fóðurmagn aukið, sem hverri
skepnu er ætlað lil vetrarins, og er það i áttina. Enn
vantar þó mjög mikið á, að samþykktirnar um ásetn-
inginn tryggi fóður handa búfénu vetrarlangt, ef vetur
er verulcga harður.
Iiaustið (okt.-—nóv.) og veturinn (desember) til
áramóta var vel í meðallagi hlýr. Norðanlands komu
nokkur áhlaup, og gerði í þeim snjó, sem þó tók alltaf