Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 128
120
B Ú N A Ð A R R 1 T
fljótt aflur, og síðari hluta nóvembers var tíðarfarið
einmuna gott. Vestanlands, og þó sérstaklega sunn-
anlands, var tíðarfarið mjög umhleypingasamt, og
rigndi mikið. Varð jörð svo vatnssósa, að haug
varð ekki ekið út á votlend tún og nýræktir hér og
þar, og ekki náðist allt grænfóður. Jörð fraus ekki,
og var unnið að jarðabótum langt fram eftir og sums
slaðar allt til áramóta. Árið kvaddi með öll fjöll snjó-
laus upp á brúnir og fjallvegi eins og Reykjaheiði og
Fjarðarheiði færa bílum eins og á sumardegi.
Menn hal'a beitt fé, og margir ekki lekið það í hús
i'yrr en um jól. Ymsir halda því fram, að það hafi
ekki lagt af — sé í haustholdum ■— en ég gæti trúað
hinu, að féð hefði lagt meira af en menn hafa áttað
sig á og ær yrðu fáar tvílembdar næsta vor. Verði vorið
liart, má búast við, að illa gangi með fé, það hafi þá
ekki af eins miklu að má og menn hafa gert ráð fyrir.
Væri þetta rétt tilgáta, mætti bjarga öllu við með
eldi síðar í vetur, og þó verður það miklu dýrara held-
ur en dálítil matargjöf hefði orðið i vetur, sem hefði
komið í veg fyrir, að fé hefði lagt af.
Mjólkurframleiðslan. Innvegið mjólkurmagn til
mjólkurbúanna var 44.241 milljónir kg, en var í fyrra
39.842 milljónir kg fyrstu 11 mánuði ársins. Af þvi má
ætla, að mjólkurframleiðslan hafi aukizt um nálægt
11% á árinu. Aukningin orsakast bæði af fjölgun naut-
gripa og hækkandi kýrnyt.
Mest hefur aukningin verið á svæði Flóabúsins,
enda þar unnið mest að aukinni fóðuröflun undan-
farin ár, því að árlegur túnauki á meðaljörð í Árnes-
sýslu síðustu þrjú árin hefur gefið nálægt kýrfóðri.
Framleiðslan verður ekki aukin verulega, nema með
aukinni fóðuröflun, — aukinni töðu —, sem annað
hvort verður að koma af meira töðufalli af hverjum
hektara eða stækkuðu túni eða af hvoru tveggja.