Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 129
B Ú N A Ð A R R I T
121
Enn kemur mismikil mjólk til búanna miðað við
kúatölu bænda. Kemur það l)æði til af því, að mis-
mikil mjólk er notuð til heimilanna, en þó fyrst og
fremst af því, að kýrnar eru misgóðar — mjólka mis-
mikið —. Athygli vil ég vekja á því, að hér er um
mikinn mismun að ræða eða allt frá því, að sent sé
til búsins 3300 kg pr. mjólkandi kú yfir árið og niður
í 1400 kg pr. mjólkandi lui.
Ekki hefur reynzt unnt að selja allar mjólkurafurð-
irnar á árinu innan lands. Bæði smjör og ostar hafa
safnazt fyrir. Er enn óbreytt ástand frá fyrra ári að
þessu leyti, og var rætt um það þá.
Jarðabætur hafa verið unnar líkt og áður. Þó er
líklegt, að þær séu með mesta móti í ár. Árið 1952 var
tala þeirra bænda, sem gerðu jarðabætur, 4346, en
4226 árið 1951. Þátttakan hefur því aukizt. Árið 1952
voru unnar jarðabætur, sem ríkisframlag er greitt
til, þessar:
Nýrækt, hektarar .......................... 2540.77
Túnasléttur, hektai’ar ..................... 611.90
Matjurtagarðar, hektarar ................... 105.53
Grjótnám, teningsinetrar .................. 23816
Handgrafnir skurðir, teningsmetrar .... 46805
— — lengdarmetrar .. 33479
Hnausræsi, lengdarmetrar ................... 8010
Grjótræsi, lengdarmetrar .................. 17947
Girðingar, lengdarmetrar ................. 414521
Safnþrær, teningsmetrar .................... 3944
Áburðarhús, teningsmetrar .................. 9117
Haugstæði, teningsmetrar..................... 342
Steyptar þurrheyshlöður, teningsmetrar 56371
Þurrheyshlöður úr öðru efni, teningsm. . . 12272
Votheyshlöður, teningsmetrar .............. 22291
Kartöflugeymslur, steyptar, teningsm. . . 5146
— úr öðru efni, teningsm. 1115