Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 130
122
BÚNAÐARRIT
Framlag ríkisins til þessara jarðabóta var kr.
6 745 574.26. Sextán bændur unnu af sér jarðaraf-
gjöld og gerðu 2.49 ha nýrækt, 4.62 ha túnasléttur og
0.54 ha nýja garða. Alls gerðu þessar jarðabætur
3206 kr. upp í jarðarafgjöld. Skurðgröfugrafnir skurð-
ir, sem framlags nutu af ríkinu eða voru kostaðir að
helining, voru 651 299 lengdarmetrar og 2 532 829
rúmmetrar. Framlag ríkissjóðs var kr. 4 030 919.71
og meðalkostnaður á grafinn teningsmetra kr. 3,18.
Auk þess grófu skurðgröfur vegaskurði, er voru
7241 metri á lengd og 32 448 rúmmetrar og skurð-
gröfur Landnámssjóðs 289 689 rúmmetrar í nýbýla-
lönduin.
Með hverju ári, sem líður, breikkar bilið milli
jieirra bænda, sem lengst eru komnir með umbætur á
jörðum sínum og bezta hafa aðstöðu til ódýrari og
meiri framleiðslu, og hinna, sem minnst gera að um-
bótum. 1
Til eru enn allmargar jarðir, þar sem enginn tún-
auki hefur verið gerður, síðan jarðræktarlögin voru
samþykkt 1923. Sums staðar eru bændur enn að
slá kargaþýfð tún allt sumarið, og allt árið eru þeir
með konu sinni að vinna fyrir 2—3 kúm og 40—50
fjár. Til þess að koina þessum fénaði fram, verða
tvær manneskjur að leggja á sig árs erfiði.
Á öðrum stöðum eru það hjónin, sem ein vinna
fyrir 20 nautgripum, og enn eru til bæir, þar sem
hjónin vinna fyrir 300 fjár. Fer það gjarnan saman,
að á þeim jörðum, þar sem ekki er ræktað, er heldur
ekki byggt upp. Það virðist varla liggja annað fyrir
slíkuin jörðum, að óbreyttum aðstæðum, en fara í
eyði og verða síðan byggðar upp aftur sem nýbýli.
Það er, ef til vill, ekki það versta, þegar svo fer. Hins
vegar var það ekki ætlunin, að gangur þessara mála
yrði þannig. Það þarf áreiðanlega að athuga mjög
vel, hvað helzt er hægt að gera til þess að láta fram-