Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 133
BÚNAÐARRIT
125
ar hefur i för íneð sér. En vélarnar létla störfin og
gera bóndann minna háðan veðurfari um heyskapar-
timann, og þetta hvort tveggja metur hann nokkurs,
þegar hann hugleiðir vélakaup sín.
En hvern dóm, sem menn vilja leggja á kaup stór-
virkra véla, þá er víst, að þau verða ekki stöðvuð og
landbúnaðurinn verður meira og meira rekinn með
vélum.
Hestum fækkar óðum, hefur fækkað um 1/3 á
fáum árum, og nokkrir bændur eiga nú enga hesta.
Nokkurt vafamál er, hve æskileg þessi fækkun er, því
að víða má nota liesta samhliða vélum, og á stórum
svæðum á landinu er vetrarfóður hesta ekki dýrt. En
víða eru líka enn hestar, sem aldrei eru beizlaðir
árlangt, en eru leil'ar frá þeim tíma, er hestar voru
mikið notaðir og bændurnir hafa ekki enn losað sig
við, og það jafnvel í sveitum þar sem hestar éta 5—7
kindafóður hver yfir veturinn.
Starfsemi félagsins.
Á árinu voru haldnir 33 stjórnarfundir.
215 manns gerðust ævifélagar.
Nokkrar breytingar urðu á stjórn og starfskröft-
um félagsins. Gunnar Þórðarson kom inn í stjórnina
sem varamaður Jóns Hannessonar, sem andaðist á
árinu. Jón liafði um mörg ár setið í stjórn félagsins,
og á félagið honum mikið að þakka.
f starfsmannahópinn kom skarð seint á árinu, er
Metúsalem Stefánsson, fyrrverandi búnaðarmála-
stjóri, féll frá. Enn er óákveðið, hver tekur við slarfi
því, er hann gegndi.
Sigfús Þorsteinsson vann mest allt árið hjá fé-
laginu, ýmist við hrútasýningar og aðra aðstoð hjá
Halldóri Pálssyni eða Birni Bjarnarsyni, sem vegna
uppmælinga í Öll'usi og Hólminum í Skagafirði, komst