Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 134
126
BÚNAÐARRIT
ekki j'l'ir að mæla fyrir skurðgröfuskurðum á Norður-
og Vesturlandi.
Starfsmenn búnaðarsambandanna eru flestir þeir
sömu og í fyrra. Búnaðarsamband Vestfjarða, Dala-
sýslu, A.-Skaftafellssýslu og Austfjarða hafa enga
liéraðsráðunauta enn, og telja sig ekki hafa efni á því.
Er það illa farið, því að starfsemi ráðunautanna, þar
sein bændurnir bera gæfu til þess að notfæra sér
hana, er bændunum ómetanleg.
Búnaðarsamband Suðurlands hefur bætt við sig
þriðja ráðunautnum og telur sig þó hafa of fáa. Heit-
ir sá Kristinn Jónsson, framhaldsbúl'ræðingur frá
Hvanneyri, og hefur auk þess dvalizt um skeið í
Noregi við framhaldsnám i beitirækt. Búnaðarsam-
band Vestur-Húnvetninga hcfur ráðið til sin að ein-
hverju ieyti Aðalbjörn Benediktsson, framhaldsbú-
fræðing frá Hvanneyri, sem leiðbeinanda í búfjárrækt.
Hefur hann gengizt fyrir stofnun fjárræktarfélaga i
öllum hreppum sýslunnar og aðstoðað menn við fjár-
val í því sambandi. Auk þess leiðbeindi hann uin val
lífhrúta á síðast liðnu hausti.
Þar sem menn eru komnir upp á lag með að hag-
nýla sér aðstoð héraðsráðunautanna rétt, ræða bænd-
ur við þá og bera undir þá framkvæmdir, sem fyrir-
hugað cr að ráðast i, hafa þá með í ráðum, þegar valið
er ungviði til viðhalds og uppyngingar bústofninum,
þegar kaupa á nýjar vélar og hluti til viðhalds þeim
eJdri, þegar ákveða á kaup og notkun fóðurbætis,
kaup tilbúins áburðar o. s. frv.
Ótal sinnum er gott fyrir bændur að heyra álit og
skoðanir ráðunaularins, á hinum ýmsu efnum, því
að enda þótt þeir fari ekki eftir því, meira en þeim
sjálfum sýnist, þá fá þeir með því fleiri viðhorf að
hugsa um, og þá leiðir oftast af því breytingar til
bóta, enda þótt þær í framkvæmdinni, verði þá ef til
vill með öðrum hætti, en bæði viðkomandi bóndi og