Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 136
128
B Ú N A Ð A R H I T
félög, verið veitt aðstoð við val kinda í þau, en fjár-
ræktarfélögin eru langfljótlegasta leiðin til að bæta
féð og gera það arðsamara.
Enn hafa þeir á ferðum sínum leiðbeint um fóðrun
og mcðferð fjárins, en með bættri fóðrun má víðast
hvar auka mjög arðsemi fjárbúanna.
Ólafur E. Stefánsson ferðast á kúasvningar að vor-
inu, dæmir kýrnar á þeim og leiðbeinir jafnframt um
byggingu þeirra og meðferð. Nú fjölgar óðum nautum,
sem reynsla fæsl á, hvernig eru, en það er ákaflega
mikilsvert og undirstaða fyrir markvissu kynbóta-
starfi.
Auk þess mæta ráðunautarnir á fundum hjá búnað-
arfélögum og búnaðarsamböndum, flytja erindi og
ræða við menn um búnaðarmál.
Norðurlandaför.
Eflir ósk ýmissa var farin bændaferð til Norður-
landa. Gísli Kristjánsson, ritstjóri, átti mestan þátt í
því, að ferðin var farin, og undirbjó hana að öllu leyti.
Búnaðarfélag íslands er vant að leggja til fararstjóra
i bændaferðir innan lands og gerði eins nú, þótt ferð-
inni væri heitið lengra og vitað væri, að kostnaðurinn
yrði meiri. Formaður Búnaðarféíágs íslands, Þor-
steinn Sigurðsson og Gísli Kristjánsson voru farar-
stjórar.
Vilað er, að utanfararnir höfðu allir óblandna á-
nægju af ferðinni, og auk þess er vissa fyrir því, að
þeim hefur aukizt víðsýni og yfirsýn yfir búskapar-
hætti, og vafalaust einnig séð ýmislegt, sem þeir geta
hagnýtt sér ú einn og annan veg.
Pétur Ottesen, alþingismaður, mætti fyrir hönd
félagsins á aðalfundi Búnaðarsamtaka Norðurlanda,
sem í þetta sinn var haldinn i Finnlandi.