Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 142
134
B Ú N A Ð A R R I T
Tólf þessara félaga nutu einnig styrks árið 1952, og
þar að auki fékk sauðfjárræktarfélag Hrunamanna
þá styrk, en ekki árið 1953, vegna sauðleysis í sam-
bandi við fjárskiptin. Mörg ný sauðfjárræktarfélög
voru stofnuð á árinu. í árslok 1953 höfðu alls verið
staðfestar samþykktir fyrir (51 sauðfjárræktarfélag.
Auk þess var kunnugt um, að niörg félög höfðu verið
stofnað, J)ótl samþykktir þeirra hefðu ekki borizt Bún-
aðarfélagi íslands til staðfestingar fyrir árslok 1953.
í eftirtöldum sýslum hefur mest verið unnið að stofn-
un sauðfjárræktarfélaga: Skagafjarðarsýslu, Snæfclls-
nessýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og Dalasýslu. Þessi
öra fjölgun sauðfjárræktarfélaganna sýnir glögglega
vaxandi áhuga á sauðfjárrækt yfirleitt hjá bændum.
í þeim sýslum, J)ar sem héraðsráðunautar starfa,
blómgast fjárræktarfélögin yfirleitt bezt, en í þeirn
sýslum, J)ar sem ráðamenn í búnaðarmálum álíta, að
ekki svari kostnaði að hafa starfandi héraðsráðunaut
í búfjárrækt, ríkir meiri deyfð yfir búfjárræktinni.
Undantekningar frá Jæssari reglu eru þó Austur-
Skaftafellssýsla, Snæfellsnessýsla og Dalasýsla. I
Austur-Skaftafellssýslu hafa fjárræktarfélögin starf-
að rúman áratug með góðuin árangri. Félögin J)ar
hafa nolið góðs af óeigingjörnu starfi Bjarna G,uð-
mundssonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra á Höfn, sem
er óvenjulega áhugasamur um sauðfjárrækt. Hann
hefur sem sjálfboðaliði unnið árlega úr skýrslum
fjárræktarfélaganna og rætt um niðurstöðurnar á
fundum félaganna. Þannig hefur Bjarni unnið l)átt
af starfi því, sem liggja myndi í verkahring héraðs-
ráðunautar í búfjárrækt. Snæfellingar og Dalainenn
fengu sérfræðilega aðstoð við stofnun sauðfjárræktar-
félaganna. Sigfús Þorsteinsson, búfræðikandidat, ferð-
aðist í þessum sýslum á þessu ári til þess að ganga
frá stofnun allmargra sauðfjárræktarfélaga og til þess
að velja kynbótaféð með stjórnum félaganna.