Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 158
150
BÚNAÐARRIT
Garðyrkjuráðunauturinn.
I janúarmánuði var ég um 3ja vikna skeið við
starf á skrifstofu Bf. ísl. í Reykjavík. En frá 20. febr.
lil 14. marz var ég til aðstoðar við Búnaðarþingið,
meðan það sat að störl'um.
Frá apríl til júní er alltaf leitað til mín um upp-
lýsingar, munnlegar og verklegar leiðbeiningar.
Bændafarir, að lögum, voru engar á þessu sumri,
en þó tóku sig upp bændur nörðan úr Ólafsfirði, i
bændaför suður á land. Leituðu þeir aðstoðar Bf. Isl.
um fyrirgreiðslu, og var mér falið að gera ferðaáætlun
fyrir þá og vera fararstjóri þeirra. Var það fimm
daga ferð og lengst l'arið að Vík í Mýrdal. Voru þeir
yfirleitt veðurheppnir og dagarnir vel notaðir, og ég
hygg, að allir þátttakendur hafi verið vel ánægðir
yfir ferðinni. Tók ég á móti Ólafsfirðingum í Borgar-
firði og skildi við þá þar aftur. Minnir mig, að þátt-
takendur í ferðinni væru 36.
Enda þótt reglulegar bændafarir væru ekki fleiri,
var mér ekki til setu boðið, þar sem Kaupfélag Árnes-
inga leitaði til Bf. fsl. um að fá mig sem fararstjóra,
en það hafði boðið húsmæðrum úr öllum hreppum
Árnessýslu — nema kauptúnunum — í tveggja daga
ferðalag um Borgarfjörð og Snæfellsnes. Stóðu þessar
ferðir yfir frá 30. júní til 13. júlí, og var farið i fimm
hópum, 60—80 húsmæður i hverjum, alls um 360.
Þótt ekki gcti þetta bændafarir kallazt, er mér það
vel Ijóst, hve mikla þýðingu slikar ferðir geta haft fyrir
þátttakendurna, því að margar húsmæður hafa ekki
gert víðreist uin ævina. Og er mikil nauðsyn að útvega
slíkum hópum góða fylgd og sem mestar og réttastar
upplýsingar um allt, sem fyrir augu ber og spurt er um,
— en það var margt, og reyndi mikið á munnvikin.
Hver hópur ók um 1000 kílómetra leið, um blómlegar
byggðir og fjöll og firnindi. Þrátt fyrir stranga áætl-