Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 159
B Ú N A Ð A R R I T
151
un, mátti lieita, að ekki bæri á þreytu hjá nokkrum
þátttakanda, og engin óhöpp komu fyrir, svo að slys
yrði að, enda bilar og bílstjórar traustir og góðir. Hygg
ég ekki ofmælt, að ferðalög þessi hafi orðið öllum
húsmæðrum þessum til mikillar ánægju — auk þess
fróðleiks, sem greindarfólk jafnan hefur a.f að kanna
nýjar slóðir. Tel ég því ekki minna vert um hús-
mæðra- en bændafarir, sem eru mikil nauðsyn til að
víkka sjóndeildarhring fólksins og auka samhug
bændastéttarinnar og kynning bænda úr fjarlægum
héruðum. Er það vel, að ýmis kaupfélög liafa tekið
þennan sið upp — húsmæðraferðirnar — og væri
æskilegt, að liann félli ekki niður.
Síðasl í júlí fór ég ásamt Daníel Kristjánssyni, skóg-
arverði á Hreðavatni, vestur i Reykhólasveit, að skoða
og gera tillögur um skrúðgarð, er kvenfélag sveitar-
innar ætlar að koma upp á Reykhólum á ágætum stað
vestan í bæjarhólnum, og liefur það lálið girða hann
mjög myndarlega.
Þá fór ég einnig ýmsar styttri ferðir um Suðurland
í garðyrkjuerindum, m. a. vegna jurtasjúkdóina eða
ótta um þá, ennfremur þar sem beðið var um aðstoð
vegna skipulagninga garða. Hálfs mánaðar tíma vann
ég að þýðingu á ritgerð um íslenzka landbúnaðarlög-
gjöf á dönsku.
Frá 2. sept. — 9. okt. var ég i Skagafjarðar- og
Eyjafjarðarsýslum á ferðalegi fyrir byggðasafnið i
Olaumbæ, sem nú hefur verið opið almenningi í tvö
sumur og vakið allmikla eftirtekt. En lengst dvaldist
ég í Eyjafirðinum og vann þar að undirbúningi slofn-
unar byggðasafns í samráði við forgöngumenn þess
málefnis í héraðinu. Fórum við víða um byggðir þar,
og safnaðist þar alhnargt muna, er komið var fyrir í
öruggii geymslu til bráðahirgða á Akureyri, þar til
ákveðið hefur verið um stað til frambúðar fyrir hið
væntanlega safn. Ég vann á Akureyri að skrásetningu