Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 163
BÚNAÐARRIT
155
og í þeim stíl, sem mun þurfa á Hólssandi, koma til
með að kosta offjár. Hingað til hafa fjárveitingar til
sandgræðslu verið af svo skornum skammti, að engin
tök hafa verið á að hefjast handa á Hólssandi. Fyrir
allmikinn áróður ýmissa aðila, sem lilut eiga hér að
máli, og mjög yfirvofandi hættu á stórskemmdum
frá Hólssandi flutti Fjárveitinganefnd Alþingis i ár,
tillögu, er var samþykkt, um 125 þús. kr. hækkun til
sandgræðslu, á fjárlögum 1954. Var mælzt til, að
þessi upphæð yrði notuð til þess að hefja fram-
kvæmdnir lil stöðvunar uppblástursins þar nyrðra.
Mun sú fjárveiting skammt hrökkva til, en ber þó að
þakka þessa viðleitni fjárveitingavaldsins.
Beðið hefur verið um sandgræðslugirðingu unr Sig-
ríðarstaðasand í Húnavatnssýslu, einnig um girðingu
sunnan Steinmýrarbæja í Skaftafellssýslu, sem hvort-
tveggja myndu verða stórgirðingar, en allmikill fjöldi
beiðna um smærri girðingar bíða afgreiðslu.
Mikið er enn þá á íslandi af blásnu og gróðurlausu
landi, ba'ði í byggð og óbyggð. Með nú þekktum og
reyndum frætegundum, tilbúnum áburði og þeirri
tækni, sem ráðið er yfir, mun hægt að klæða mest
allt gróðurlaust land, a. m. k. í byggð, gróðri á ný.
í því sambandi mætti segja, að ef það afl væri til
staðar, sem til flestra eða allra hluta skal, en það er
fjánnagn, myndi þetta gert, jafnvel á skömmum tíma.
Við trúum því, að enda þótt að allt það fjármagn, sem
til þarf, liggi ekki fyrir samstundis, þá rætist úr því
smátt og smátt, og skilningur fjárveitingarvalds og
þjóðarinnar allrar aukist á þeim sannindum að hvergi
mun hægt að ávaxta fjármuni á öruggari liátt en í
moldinni. Vextirnir munu greiðast i gróðri, fyrst og
fremst grasi.
í árslok 1953.
Riinólfur Sveinsson.