Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 169
B Ú N A Ð A R R I T
161
ar einnig hentug, snyrtileg og vel rekin hótel
víös vegar í sveitum landsins. Þarf nauðsynlega
aÖ koma þeim upp í sambandi við þær ferðaleið-
ir, sem skipulagðar verða í sambandi við hesta-
ferðalögin. Mega þetta vera einfaldar og ódýrar
byggingar, en það, sem mest veltur á, er: þrifnað-
ur og snyrtileg umgengni og góður og vel fram
borinn rnatur.
2. Island er ennþá mjög lítið þekkt sem ferðamanna-
land erlendis. Landið befur yfir sér þann blæ
almennt í hugum manna, að J)á fýsir ekki hingað.
Þegar nafnið ,,ísland“ er nefnt, dragast kuldi,
]>oka og regn fram í huga Evrópumannanna.
Ferðamannastraumurinn liggur mest suður á
bóginn, til sólríkra landa og annarra gamalla
menningarlanda, en þó í vaxandi mæli á seinni
árum til Norðurlanda, bæði vetur og sumar.
Noregur og SvíJjjóð eru að komast í fremstu röð
ferðamannalanda. Öflug upplýsingastarfsenn og
vel skipulögð og ódýr ferðalög hafa brotið is-
inn og losað úr hugum fólksins „þokuna“ og
„kuldann", sem íbúar suðlægari landa telja ríkja
á Norðurlöndum. Hér á landi er Jietta starf rétt i
byrjun. En bér er i raun og veru stórmál á ferð-
inni, sem gæti orðið að einum stærsta lið í gjald-
eyrisöflun þjóðarinnar. Árangurinn og lausn
málsins fer eftir J)ví, hversu vel verður staðið að
þessum málum af þjóðinni almennt og af ríkis-
valdinu. Það er ekki á valdi neinnar ferðaskrif-
stofu að leysa málefnið. Það er miklu víðtækara
en svo. Hótelrekstur, eigendur margvíslegra sam-
göngutæja, bændur, hestaeigendur og ýmsir aðrir
verða að taka liöndum saman, til Jæss að vel geti
tekizt. T. d. er mjög víða í sveitum landsins þörf á
að reisa lilil hótel eða gististaði með greiðasölu, og
bezt er, að þau séu starfrækt af bændunum sjálf-
11