Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 171
B Ú N A Ð A U R I T
1G3
ýmislegt lil þess að kynna ísiand seni ferðamannaland
og safna til þátttöku í íslandsferðir á næsta sumri.
Ekki verður hægt að búast við mjög mikilli þátttöku í
fyrstu, en ef framkvæmdin lekst vel, verður hún ört
vaxandi á næstu árum.
Ferðaskrifstofa ríkisins hefur nú ákveðið að hefja
þessa starfsemi á næsta ári, og verður þátttakan frjáls,
jafnt fyrir fslendinga sem útlendinga, því að líkur
henda til, að landsmenn muni sækja þessar sumar-
ferðir mjög mikið. Fyrirhugað er að hefja fyrstu
tilraunina í Borgarfirði. Er það hentugt margra hluta
vegna, en þó sérstakléga vegna ])ess, að þar er hótel-
kosturinn betur settur með tilliti til þessara ferðalaga
en annars staðar. Hægt verður að tvísetja á leiðirnar,
og með því móti geta um 420 ferðamenn fengið 8 daga
skennntiferð á 8 vikna tímabili um sumarið, og notað-
ir yrðu um 80 reiðhestar. Ef leiðin yrði einsett, yrði
tala manna og hesta helmingi lægri. Af þessu fá 4
hótel mikla atvinnu, og leigur fyrir hesta verða um
100 þús. krónur, ef Ieiðin yrði tvísett.
Tel ég, að þessi tilraun i sumar hafi gefizt samkvæmt
öllum vonum, og að bændur og hestaeigendur geti
vænzt mikils af þessari starfsemi i framtíðinni. Það
er ánægjulegur atvinnuvegur að ala upp og temja reið-
hesta, og getur hver hestur skilað eiganda sinum álit-
legri uj)j)hæð á 15 ára þjónustu og auk þess verið til
niargvíslegs gagns bæði haust og vor. Veltur því á
miklu, að framkvæmdirnar í sumar og' í framtiðinni
iakizt eins vel og vonir manna standa nú til.
Vil ég benda Búnaðarþingi á, að enn þarf að taka
lil athugunar á næsta sumri tillögu nefndarinnar uin
að sýna íslenzka reiðhesta á erlendum sýningum.
linn fremur vil ég geta þess, að komið hefur til mála
að efna lil víðtækrar samkeppni milli hinna ýmsu
hestakynja erlendis, t. d. með því að láta menn ferð-
ast um endilangt Bretland á hestbaki og athuga, livaða