Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 172
164
BÚNAÐARRIT
kyn standa sig bezt. Ef af slíku vei’Öur, tel ég inikil-
vægt, að íslenzki hesturinn mæti þar til keppni. Þá
hef ég einnig gert fyrirspurnir til Skotlands um það,
hvort íslenzkir hestar gætu komizt þar að til þátttöku
í skemmtiferðalögum (pony trecking) í ti'.raunaskyni
og með hvaða kjörum, og enn fremur hef ég grennsl-
ast uin, hvort brezkir reiðskólar vilji taka íslenzka
hesta og kenna hið íslenzka reiðlag í Bretlandi. Þau
svör, sem borizt hafa, benda til, að mikill áhugi sé fyr-
ir þessu, en fullnaðartillögur hafa ekki borizt mér
enn þá.
Þá vil ég einnig óska eftir, að Búnaðarþing taki til
athugunar 2. lið í tillögum nefndarinnar um tiiraun-
ir á útflutningi íslenzkra vinnuhesta til meginlands-
ins.
Greinilegt er, að viðhorfið erlendis gagnvart smá-
hestinum liefur gerbreytzt frá þeim tíma, er íslending-
ar höfðu smáhestaútflutning að staðaldri, eða frá því á
árunum 1930—1940. Er vegur hans miklu meiri nú
én nokkru sinni áður.
Til vinnustarfa á íslenzki hesturinn mjög skæðan
keppinaut, þar sem norski Vestlandshesturinn er.
Að ýmsu leyti er hann betri og útgengilegri bænda-
hestur en íslenzki hesturinn, en þó eru yfirburðir
hans ekki svo miklir, að ástæða sé til að eftirláta
Norðmönnum markaðinn fyrirhafnarlaust af okkar
hálfu. Erfiðleikarnir við útflutninginn skapast nær
eingöngu af verðlaginu, sem er of lágt, eins og stendur.
Ég álít, að næstu 4—6 árin eigi að gera vel skipu-
lagðar sölutilraunir í nokkrum löndum, t. d. Þýzka-
landi, Sviss, Hollandi og Belgíu. Það þyrfti að fá leyfi
lil að selja takmarkaða tölu hesta, t. d. 150 hross á ári,
með bátagjaldeyrisfyrirkomulagi, og selja þau í fyr-
nefndum löndum á því vcrði, sem er gangverð þar í
landi. Það er ekki hægt að þvinga lítt þekkta vöru upp
á kaupendur með yfirverði. Hins vegar yrðu Islend-