Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 177
BÚNAÐARRIT
169
ast umræðurnar um stóra hesta, smáliesta, dráttar-
nautgripi og dráttarvélar. Eftir beztu upplýsingum,
sem ég hef, skilst mér, að málin standi nú sem næst
þannig:
1. Álitið er, að stóru hestarnir muni liverfa úr land-
búnaðinum að talsverðu leyti á næstunni. Gizkað
er á, að á næsta áratug fækki stóru hestunum um
50% eða meira, og í þeirra stað komi dráttarvél-
ar og smáhestar, þó þannig, að fyrir hverja 100
stóra hesta verði aðeins um 30 smáhestar teknir
til notkunar.
2. Talið er, að notkun dráttarnautgripa muni
minnka talsvert, en þó ekki eins ört og stóru hest-
anna. Nautgripirnir eru helzt notaðir hjá fátæk-
um smábændum, sem ekki hafa efni á að nota
dráttarvél eða kaupa sér hesta. Einnig eru það
aðallega kaþólskir bændur, sem nota nautgripi,
en þeir eru alltaf seinni til brevtinga i atvinnu-
háttum en t. d. mótmælendur. Búizt er við, að
þessir bændur muni taka smáhesta í stað naut-
gripanna til vinnu.
Við óbreyttar aðstæður til útflutnings, þ. e. við-
skipti á gjaldeyrisgrundvelli, tel ég ekki líklegt, að
mikið geti orðið af útflutningi, en það getur ekki
dregizt lengi enn, að nokkur sala á stóðhestum og
hryssum skapist. Þau lönd, sem alvarlega liafa þessi
mál nú til athugunar og hugsa um að rækta íslenzk
hross hjá sér, eru: Þýzkaland, Holland og Sviss. Stend
^’g stöðugt í sambandi við ýmsa menn í þessum lönd-
11 m um þetta mál.
Þaklca að síðustu bændum, stjórn Búnaðarfélags
Islands og starfsbræðrum mínum í félaginu fyrir á-
nægjulegt samstarf á árinu.
Hvanneyri, 18. janúar 1954.
Gunnar Bjarnason.